Spilakassarnir blekkja Páll Heiðar Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. Sá sem hannar mest ávanabindandi spilakassann stendur sig best í sinni vinnu. Þeir eru byggðir upp á blekkingum og tálsýnum til að hafa af þér eins mikið fé og er mögulega hægt. Það er tilgangur og virkni þeirra. Skjár kassans lýsir ekki innri virkni hans, skjárinn er ekki að myndbirta það sem gerist innra með honum. Skjárinn er blekking. Þegar það virðist sem maður hafi „næstum unnið“ þá er það ekki svo heldur er markmiðið að láta þér líða þannig að „þetta sé alveg að koma“. Þú hefur enga stjórn á útkomunni, sama hvað þú gerir; sama hvort eða hvernig þú ýtir á skjáinn eftir að leikur er hafinn þá hefur það engin áhrif á útkomuna. Tilfinning um stjórnun er blekking. Líkurnar á vinningi eru ávallt þær sömu og þær eru þér ekki í hag. Tölvan reiknar einfaldlega tölu af handahófi með slembitölugjafa (e. random number generator) og það ákvarðar útkomuna í hvert sinn. Kassinn heldur ekki tölu um vinninga og tap, hann geymir ekki vinninga og er aldrei fullur eða tómur af peningum. Því hver leikur í kassanum er sjálfstæður leikur, óháður fyrri leikjum; það heitir „Sjálfstæði atburða“. Því færist maður aldrei nær vinningum, það er blekking. Hann er samt hannaður til að láta þig halda að þú getir með einhverju móti haft áhrif á útkomuna; það heitir „Tálsýnin um stjórn“. Fjárhættuspil eru ávallt sett upp út frá þessum tveimur reglum: Að hver leikur sé sjálfstæður atburður, óháður fyrri leikjum og að þú hafir enga stjórn á útkomunni. Annars væru það ekki fjárhættuspil og þá væri hægt að læra að græða á þeim. Þá væri skynsamlegt að stunda fjárhættuspil og naskur leikmaður gæti grætt á þeim með því að beita réttri aðferð. Það er hins vegar ekki svo, hönnuðir spilakassanna sjá til þess. Ef þú vilt hætta að spila: spilavandi@saa.is, s. 530-7600. Ef þú ert aðstandandi einstaklings með spilavanda: fjolskylda@saa.is, s. 530-7600. Fyrir aðstandendur yngri en 18 ára, sálfræðiþjónusta barna: s. 530-7600. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. Sá sem hannar mest ávanabindandi spilakassann stendur sig best í sinni vinnu. Þeir eru byggðir upp á blekkingum og tálsýnum til að hafa af þér eins mikið fé og er mögulega hægt. Það er tilgangur og virkni þeirra. Skjár kassans lýsir ekki innri virkni hans, skjárinn er ekki að myndbirta það sem gerist innra með honum. Skjárinn er blekking. Þegar það virðist sem maður hafi „næstum unnið“ þá er það ekki svo heldur er markmiðið að láta þér líða þannig að „þetta sé alveg að koma“. Þú hefur enga stjórn á útkomunni, sama hvað þú gerir; sama hvort eða hvernig þú ýtir á skjáinn eftir að leikur er hafinn þá hefur það engin áhrif á útkomuna. Tilfinning um stjórnun er blekking. Líkurnar á vinningi eru ávallt þær sömu og þær eru þér ekki í hag. Tölvan reiknar einfaldlega tölu af handahófi með slembitölugjafa (e. random number generator) og það ákvarðar útkomuna í hvert sinn. Kassinn heldur ekki tölu um vinninga og tap, hann geymir ekki vinninga og er aldrei fullur eða tómur af peningum. Því hver leikur í kassanum er sjálfstæður leikur, óháður fyrri leikjum; það heitir „Sjálfstæði atburða“. Því færist maður aldrei nær vinningum, það er blekking. Hann er samt hannaður til að láta þig halda að þú getir með einhverju móti haft áhrif á útkomuna; það heitir „Tálsýnin um stjórn“. Fjárhættuspil eru ávallt sett upp út frá þessum tveimur reglum: Að hver leikur sé sjálfstæður atburður, óháður fyrri leikjum og að þú hafir enga stjórn á útkomunni. Annars væru það ekki fjárhættuspil og þá væri hægt að læra að græða á þeim. Þá væri skynsamlegt að stunda fjárhættuspil og naskur leikmaður gæti grætt á þeim með því að beita réttri aðferð. Það er hins vegar ekki svo, hönnuðir spilakassanna sjá til þess. Ef þú vilt hætta að spila: spilavandi@saa.is, s. 530-7600. Ef þú ert aðstandandi einstaklings með spilavanda: fjolskylda@saa.is, s. 530-7600. Fyrir aðstandendur yngri en 18 ára, sálfræðiþjónusta barna: s. 530-7600. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun