Einkunn Íslands: Ófullnægjandi Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 08:00 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun