580 milljarðar frá lífeyrissjóðum í loftslagstengdar fjárfestingar Tómas N. Möller skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir rúmlega 4,5 milljarða Bandaríkjadala í verkefnum sem tengjast hreinni orkuframleiðslu og skyldum verkefnum fram til ársins 2030. Það svarar til ríflega 580 milljarða íslenskra króna. Með yfirlýsingunni staðfesta sjóðirnir þrettán vilja sinn til að stórauka grænar fjárfestingar sínar. Þeir styðja þannig við markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í takt við markmið Parísarsáttmálans frá 2015 um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einn af þessum sjóðum og þátttaka hans er liður í aukinni áherslu sjóðsins á sjálfbærar fjárfestingar. Verkefnið er liður í stærra verkefni, samstarfi norrænna og breskra lífeyrissjóða undir merkjum CIC – Climate Investment Coaliton. Þátttakendur í samstarfinu hafa lýst yfir áformum um 130 milljarða bandaríkjadala fjárfestingu í hreinni orku og loftslagstengdum verkefnum fram til ársins 2030, sem svarar til hartnær 17.000 milljarða íslenskra króna. Liður í stærra samspili Hér stíga íslenskir lífeyrissjóðir farsælt skref framá við. Yfirlýsingin er líka táknræn og til þess fallin að skapa góðan meðbyr með verkefnum sem vinna gegn hamfarahlýnun. Góð rök eru fyrir því að í þeirri áskorun felist mörg tækifæri. Sem dæmi birti Alþjóðaorkumálastofnunin í París, IEA, tímamótaskýrslu í maí s.l. Þar segir stofnunin að engin þörf sé lengur á að fjárfesta í nýjum olíuvinnsluverkefnum og áréttar að auki að olíuvinnsla sé ósamrýmanleg alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum. Já, og það kemur meira áhugavert fram í þessari tímamótayfirlýsingum IEA, sem þar til fyrir skömmu talaði ákveðið fyrir hagsmuni olíuframleiðsluríkja. Þar er m.a. gert ráð fyrir að árlegar fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu þurfi að þrefaldast fram til ársins 2030 eða í yfir fjórar trilljónir bandaríkjadollara. Það jafngildir 520 billjónum íslenskra króna eða kr. 520.000.000.000.000. Það svarar í heild til ríflega 100 trilljón bandaríkjadollara í fjárfestingar til framleiðslu hreinnar orku fram til ársins 2050 – hvað eru mörg núll í því? Þetta eru stórar tölur á alla mælikvarða. Í þeim felast líka mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, fjárfesta og starfsfólk. Af nógu er að taka í framsýnum verkefnum og fjárfestingum. Hvað verður að frétta af COP26 – Mikil áhersla á hlutverk fjárfesta Á yfirstandandi loftslagsráðstefnu, COP26, er mjög horft til hlutverks fjármálafyrirtækja varðandi lóð á vogaskálar loftslagslausna, enda er fjárfestingargeta einkafjárfesta fjórföld á við opinbera aðila. Að sama skapi er horft til framsækinna fyrirtækja af öllum stærðum, að þau bjóði lausnir og fjárfestingartækifæri. Það er spennandi að sjá hvernig næstu tveimur vikum vindur fram og hver áhrifin verða næstu misseri og ár. Mark Carney, fyrrverandi bakastjóri Englandsbanka, hefur sagt metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi vera stórkostlegasta viðskiptatækifæri okkar tíma. Í þessari umbreytingu felst líka gríðarleg áhætta og líkur á töpuðum tækifærum fyrir þá sem fylgja vegferðinni ekki af fullum krafti. Eða eins og segir í laginu „The winners takes it all“. Höfundur er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun