Magnús Þór fær atkvæðin okkar Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 13:00 Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Linda Heiðarsdóttir Jón Páll Haraldsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun