Körfubolti

Grindvíkingar fá liðsstyrk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
EC Matthews í leikmeð Rhode Island árið 2017.
EC Matthews í leikmeð Rhode Island árið 2017. Justin K. Aller/Getty Images

Bandaríski bakvörðurinn EC Matthews er genginn til liðs við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið í Subway-deild karla í körfubolta.

Frá þessu er greint á heimasíðu Grindvíkinga, en Matthews er 26 ára og lék síðast með Oliveirense í portúgölsku deildinni á tímabilinu 2020-2021. Þar var hann með tæp 16 stig að meðaltali í leik.

Hann lék einnig með Rhode Island í bandaríska háskólaboltanum, sem og Raptors 905 og Erie Bayhawks í NBA G-deildinni.

„EC átti upphaflega að ganga til liðs við Grindavík í upphafi októbermánaðar en varð þá fyrir lítilsháttar meiðslum sem hélt honum frá keppni í 3 vikur. Hann er búinn að ná sér að fullu og standa vonir til við að hann muni styrkja lið Grindavíkur í baráttunni í Subway-deildinni,“ segir í tilkynningu Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×