Leikskólar fyrir börnin Birgir Smári Ársælsson skrifar 29. október 2021 08:01 Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli. Nýlega kom út skýrsla unnin af félagi leikskólakennara og félagi stjórnenda leikskóla sem beindi sjónum að því að stjórnvöld hunsuðu fagleg rök þegar ætti að ákveða fjölda barna í rými. Starfshópurinn að baki skýrslunnar lagði til að ráðstafa ætti hverju barni eigi minna en 5,8 fermetrum af rými til leiks og náms allan daginn. Einnig ætti að taka inn í reikninginn mögulegar stoðtækjaþarfir og taka tillit til gildandi reglugerðar um húsnæði og vinnustaði sem tiltekur lágmarks fermetrafjölda fyrir starfsmenn. Starfshópurinn leggur einnig áherslu að samhliða þessu þurfi að setja skýrar verklagsreglur svo núgildandi umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Í dag er mikill þrýstingur frá sveitarfélögum að yfirfylla leikskóla í þágu atvinnulífsins þvert á þarfir barnanna. Í stað þess mætti setja þrýsting á ríkisvaldið að lengja orlof foreldra sem myndi létta bæði á heimilum í landinu og þrýstingnum á þegar sprungnu leikskólakerfinu. Það liggur fyrir að setja ætti viðmið um fermetra aftur í reglugerð um starfsemi leikskóla. Skýrsla þessi leggur línurnar fyrir stjórnvöld og flokka sem huga að kosningum og kjarasamningsviðræðum og þarna er tækifæri til að gera vel við fjölmenna stétt framlínufólks. Það myndi bæta aðstæður á leikskólum til muna ef fermetrafjöldi væri festur sem slíkur. Það væri mikill léttir fyrir marga innan stéttarinnar sem eru að upplifa kulnun í starfi sökum álags. Þetta er gríðarlega vanmetið starf hvort sem það er í höndum fag- eða ófagmenntaðra. Fermetrarnir eru þó aðeins ein hlið á vandamálinu og er ég hræddur um að með fækkun barna í rýminu þá fækki starfsmönnum samhliða. En eins og staðan er núna þá eru börnin ekki að fá þá athygli sem þau eiga skilið og aukið fjármagn þarf að fylgja með svo börnin líði ekki fyrir manneklu. Tryggja þarf að starfsmenn fái sinn undirbúningstíma, að stytting vinnuvikunnar gangi upp, að nýliðaþjálfun fái réttmætan tíma og endurmenntun eigi sé stað. Með því að bæta starfsaðstæður aukast líkurnar að við höldum í starfsfólk, því á hverju ári tapast þekking og reynsla sem gerir starfið auðveldara. Ég bið fólk sem varðar málefni barna á leikskólaaldri að velta fyrir sér aðstæðunum á leikskólum og setja þrýsting á stjórnvöld. Það getur verið í formi skrifa í fjölmiðla, ræða við fólk í kringum sig, senda stjórnvöldum bréf eða mótmæla á götum úti. Við erum málsvarar barnanna, sem fá ekki tækifæri að hafa áhrif á það umhverfi sem þau dvelja í lengst af deginum. Við verðum að tala fyrir réttindum þeirra og knýja fram breytingar sem allra fyrst. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun