Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 17:54 Höfuðstöðvar Varðar verða brátt fluttar í húsnæði Arion banki í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra. Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% milli ára og hafa aldrei verið hærri á stökum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Eiginfjárhlutfall bankans var 25,4% þann 30. september 2021. Heildareignir námu 1.346 milljörðum króna í lok september, samanborið við 1.173 milljarða króna í árslok 2020. Lán til viðskiptavina jukust um 9,0% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 16,4% á sama tíma. Lausafé jókst um 15,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 12,8% fyrstu níu mánuði ársins og lántaka jókst um 32,8%, mest á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn gaf út græn skuldabréf og sértryggð skuldabréf í evrum. Heildar eigið fé nam 195 milljörðum króna í lok tímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þann 1. júlí síðastliðinn náðust samningar um sölu Arion banka á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor hf. til alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Auknar þóknunartekjur beri vott um fjölbreytta starfsemi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að starfsemi bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi líkt og allt þetta ár. Allir helstu fjárhagsmælikvarðar bankans hafi þróast með jákvæðum hætti á tímabilinu og tekjur af kjarnastarfsemi aukist um 7,5% frá sama tímabili fyrir ári. „Þóknanatekjur bankans halda áfram að aukast og bera fjölbreyttri starfsemi bankans vott. Í takt við jákvæða þróun í efnahagslífi landsins aukast útlán Arion banka um 6% á fjórðungnum. Eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankans eru áfram sterk og með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir hann í tilkynningu. Vörður er dótturfélag Arion banka.Vísir/vilhelm Það fjölgaði um um einn í framkvæmdastjórn á þriðja ársfjórðungi þegar nýtt svið var sett á laggirnar innan bankans. Snýr það að upplifun viðskiptavina með sérstaka áherslu á stafræna þjónustu. Að sögn Benedikts gegnir nýja sviðið meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að auknu samstarfi Arion banka og tryggingafélagsins Varðar, dótturfélags bankans. Nú sé unnið að því að flytja starfsemi og þjónustu Varðar í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Hluti núverandi starfsmanna Varðar mun koma til starfa hjá bankanum á meðan aðrir starfa áfram hjá Verði sem verður áfram sjálfstætt félag. Benedikt segir að nýrri útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum hafi verið afar vel tekið og vakið eftirtekt á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um sé að ræða nýjung í fjármögnun bankans sem og mikilvæg viðbót við fjármögnungarkosti hans til framtíðar. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% milli ára og hafa aldrei verið hærri á stökum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar. Eiginfjárhlutfall bankans var 25,4% þann 30. september 2021. Heildareignir námu 1.346 milljörðum króna í lok september, samanborið við 1.173 milljarða króna í árslok 2020. Lán til viðskiptavina jukust um 9,0% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 16,4% á sama tíma. Lausafé jókst um 15,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 12,8% fyrstu níu mánuði ársins og lántaka jókst um 32,8%, mest á þriðja ársfjórðungi þegar bankinn gaf út græn skuldabréf og sértryggð skuldabréf í evrum. Heildar eigið fé nam 195 milljörðum króna í lok tímabilsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Þann 1. júlí síðastliðinn náðust samningar um sölu Arion banka á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor hf. til alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd. Auknar þóknunartekjur beri vott um fjölbreytta starfsemi Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að starfsemi bankans hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi líkt og allt þetta ár. Allir helstu fjárhagsmælikvarðar bankans hafi þróast með jákvæðum hætti á tímabilinu og tekjur af kjarnastarfsemi aukist um 7,5% frá sama tímabili fyrir ári. „Þóknanatekjur bankans halda áfram að aukast og bera fjölbreyttri starfsemi bankans vott. Í takt við jákvæða þróun í efnahagslífi landsins aukast útlán Arion banka um 6% á fjórðungnum. Eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankans eru áfram sterk og með því hæsta sem gerist í Evrópu,“ segir hann í tilkynningu. Vörður er dótturfélag Arion banka.Vísir/vilhelm Það fjölgaði um um einn í framkvæmdastjórn á þriðja ársfjórðungi þegar nýtt svið var sett á laggirnar innan bankans. Snýr það að upplifun viðskiptavina með sérstaka áherslu á stafræna þjónustu. Að sögn Benedikts gegnir nýja sviðið meðal annars mikilvægu hlutverki þegar kemur að auknu samstarfi Arion banka og tryggingafélagsins Varðar, dótturfélags bankans. Nú sé unnið að því að flytja starfsemi og þjónustu Varðar í höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Hluti núverandi starfsmanna Varðar mun koma til starfa hjá bankanum á meðan aðrir starfa áfram hjá Verði sem verður áfram sjálfstætt félag. Benedikt segir að nýrri útgáfu sértryggðra skuldabréfa í evrum hafi verið afar vel tekið og vakið eftirtekt á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Um sé að ræða nýjung í fjármögnun bankans sem og mikilvæg viðbót við fjármögnungarkosti hans til framtíðar.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira