Þjóðaröryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 27. október 2021 11:31 Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Orkumál Eldur Ólafsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun