Beiðnum um leit að börnum og ungmennum fjölgaði í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:14 Beiðnum um leit að týndum börnum og unglingum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í september miðað við mánuðinn á undan. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning varð á beiðnum um leit að börnum og ungmennum sem bárust lögreglu í september en mánuðina þrjá á undan. Hegningarlagabrotum fækkaði hins vegar á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð. 808 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í september og fækkaði þeim nokkuð á milli mánaða. Aukning varð þó í einhverjum flokkum, til dæmis fjölgaði tilkynningum um þjófnað sem og tilkynningum um innbrot á milli mánaða. Það sem af er ári hafa borist um níu prósent fleiri tilkynningar um þjófnað en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Þá bárust alls 106 tilkynningar um ofbeldisbrot í september og beindust níu þeirra að lögreglumönnum. Fleiri slík tilvik hafa ekki verið skráð síðan í maímánuði síðasta árs. Heimilisofbeldistilkynningar voru svipað margar og bárust í ágúst en alls voru 56 tilkynningar um slíkt skráðar í september. Það sem af er ári hafa borist um ellefu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Færri umferðarlagabrot en síðustu þrjú ár Alls bárust 21 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september og fjölgaði þessum beiðnum töluvert miðað við fjölda beiðna síðustu þrjá mánuði á undan. Tilkynningum um eignarspjöll fjölgaði einnig milli mánaða sem og tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum. Fíkniefnalagabrotum sem skráð voru hjá lögreglu fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í síðasta mánuði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru álíka margar og í ágúst en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði á milli mánaða. Þá voru 650 umferðarlagabrot skráð hjá lögreglunni, að aðskildum þeim sem náðust á hraðamyndavélum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 29 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan. Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð. 808 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í september og fækkaði þeim nokkuð á milli mánaða. Aukning varð þó í einhverjum flokkum, til dæmis fjölgaði tilkynningum um þjófnað sem og tilkynningum um innbrot á milli mánaða. Það sem af er ári hafa borist um níu prósent fleiri tilkynningar um þjófnað en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Þá bárust alls 106 tilkynningar um ofbeldisbrot í september og beindust níu þeirra að lögreglumönnum. Fleiri slík tilvik hafa ekki verið skráð síðan í maímánuði síðasta árs. Heimilisofbeldistilkynningar voru svipað margar og bárust í ágúst en alls voru 56 tilkynningar um slíkt skráðar í september. Það sem af er ári hafa borist um ellefu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Færri umferðarlagabrot en síðustu þrjú ár Alls bárust 21 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september og fjölgaði þessum beiðnum töluvert miðað við fjölda beiðna síðustu þrjá mánuði á undan. Tilkynningum um eignarspjöll fjölgaði einnig milli mánaða sem og tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum. Fíkniefnalagabrotum sem skráð voru hjá lögreglu fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í síðasta mánuði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru álíka margar og í ágúst en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði á milli mánaða. Þá voru 650 umferðarlagabrot skráð hjá lögreglunni, að aðskildum þeim sem náðust á hraðamyndavélum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 29 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira