Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir skrifa 20. október 2021 20:14 Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar