Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2021 18:30 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig. Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans. Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta kemur fram á vef bankans þar sem segir að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum hækki um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til sextíu mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða óbreyttir. Landsbankinn mun hækka ýmsa vexti frá og með morgundeginum.Vísir/Vilhelm Á vef bankans segir að þessi vaxtaákvörðun bankans sé tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 6. október síðastliðnum, þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig. Samhliða vaxtahækkuninni á óverðtryggðum íbúðalánum Landsbankans hækka yfirdráttavextir bankans hækka um 0,25 prósentustig. Þá munu vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,15-0,25 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka um 0,15-0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir. Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 19. október 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka, að því er fram kemur á vef bankans.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. 6. október 2021 11:50
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30