Samþætt þjónusta og snemmtækur stuðningur við börnin í Árborg Þorsteinn Hjartarson skrifar 18. október 2021 18:00 Starfsfólk á fjölskyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúningurinn felur meðal annarsí sér að endurskoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir. Í þessari vinnu kemur sér vel að hafa farið í gegnum skipulagsbreytingar á undanförnum árum og ítarlega skoðun á allri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, ekki síst á þjónustuþáttum er snerta börn, frístundstarf, félagsþjónustu og skóla. Að margra mati var stofnun skólaþjónustu Árborgar árið 2014 stórt skref til framfara og einnig stofnun fjölskyldusviðs árið 2019, en þá voru skólar, skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístundaþjónusta sameinuð á eitt fagsvið. Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því á undanförnum mánuðum að efla snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Eitt af verkefnum okkar hefur verið að styrkja ráðgjafarteymi leikskólanna sem komið var á laggirnar fyrir nokkrum árum. Þar er um að ræða þverfaglegt teymi sem kemur saman einu sinni í viku með einum leikskóla í senn. Þar sitja, skólastjórnendur, deildarstjórar í viðkomandi leikskóla og sérfræðingar frá skólaþjónustu og félagsþjónustu. Frá heilsugæslu kemur hjúkrunarfræðingur frá ung- og smábarnavernd. Markmið fundanna er að vera ráðgefandi fyrir starfsfólk í leikskólum og stuðla að snemmtækum stuðningi við leikskólabörn og forráðamenn þeirra. Í öllum grunnskólum sveitarfélagsins eru starfrækt lausnateymi og ef þörf er á aðkomu fleiri sérfræðinga, sem ekki eru hluti af stoðþjónustu skólans, fara umsóknir um þverfaglega aðkomu sérfræðinga í gegnum nemendaverndarráð. Í kjölfarið er hvert mál kortlagt og þörf fyrir samþættingu þjónustu metin í samvinnu við foreldra. Þegar beiðni um samþættingu þjónustu liggur fyrir er málið sett til viðeigandi málstjóra sem vinnur í nánu samstarfi við tengiliði í leik- og grunnskólum. Málstjóri og tengiliður bera ábyrgð á því að koma á formlegu stuðningssteymi barns sem kortleggur þörf fyrir aðlögun og stuðning á grunni stuðningsáætlunar. Vinna okkar með fagteymum frá skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu gengur út á að móta verkferla innan kerfa og á milli kerfa sem styðja við það að samþætt þjónusta hefjist sem fyrst í ferlinu. Þátttaka fjölskyldusviðs Árborgar í landshlutateymi Suðurlands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefur stutt vel við þróunarferlið þar sem unnið var að því að auka samvinnu og samráð á milli GRR og þjónustuaðila í heimabyggð við greiningarferli, eftirfylgd, íhlutunarleiðir, ráðgjöf og skipulag fræðslu. Ávinningur þessa samstarfs er verulegur, því bæði verklag og hlutverk eru orðin skýrari hjá þeim sem vinna að þróun samþættrar þjónustu á fjölskyldusviði. Fjölskyldusvið hefur lagt mikla áherslu á vinnu í anda snemmtæks stuðnings við börn í Árborg og því var ráðinn ráðgjafi til félagsþjónustu sem sinnir sérstaklega barna- og fjölskyldumálum og nýlega var ráðið í nýtt starf unglingaráðgjafa. Þetta er liður í því að hafa þjónustu fjölskyldusviðs aðgengilega og koma henni að á fyrri stigum áður en vandinn verður stór og jafnvel að barnaverndarmáli. Í umbótavinnunni hefur frístundaþjónustan tekið virkan þátt og allt samstarf félagsmiðstöðvar við grunnskóla og félagsþjónustu hefur stóraukist, m.a. hafa sérstök stuðningsúrræði verið þróuð hjá félagsmiðstöðinni. Einnig hefur verið unnið að eflingu faglegs starfs á frístundaheimilum sveitarfélagsins. Kynningar- og samráðsfundir eru fyrirhugaðir á næstu vikum með stjórnendum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöð og fleiri hagsmunaðilum vegna innleiðingar á farsældarlögunum. Góð fjármögnun og fjölbreytt úrræði fyrir börn eru forsenda árangurs Svo innleiðing nýrra laga gangi vel fyrir sig þarf að koma meira til en samþætting þjónustunnar í heimabyggð. Ljóst er að stóraukið fjármagn þarf að koma til sveitarfélaganna en á nýlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaga komu fram efasemdaraddir um að 1 milljarður myndi duga eins og áætlanir ríkisins gera ráð fyrir. Auk þess ber ríkið ábyrgð á mörgum mikilvægum þjónustuþáttum fyrir börn sem þurfa að vera í góðu lagi svo markmið farsældarlaganna náist fram. Því miður þarf starfsfólk skólanna og velferðarþjónustu sveitarfélaga oftar en ekki að eyða tíma og orku í verkefni sem ríkið á að sinna sem kemur niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í þessu sambandi er rétt að nefna langa biðlista á BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Jafnframt eru úrræði Barnaverndarstofu af skornum skammti og langir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum. Þá eru langir biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir sem Sjúkratryggingar Íslands eiga að fjármagna.Af þessu má sjá að yfirvöld félags- og heilbrigðismála þurfa að huga betur að skyldum sínum er varða þjónustuþætti sem ríkið ber ábyrgð á og blása til sóknar. Ef það verður ekki gert mun þetta ófremdarástand bitna á börnunum og gera okkur öllum erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Við á fjölskyldusviði Árborgar tökum þetta mikilvæga verkefni alvarlega enda er velferð barna okkar í húfi. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk á fjölskyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúningurinn felur meðal annarsí sér að endurskoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir. Í þessari vinnu kemur sér vel að hafa farið í gegnum skipulagsbreytingar á undanförnum árum og ítarlega skoðun á allri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins, ekki síst á þjónustuþáttum er snerta börn, frístundstarf, félagsþjónustu og skóla. Að margra mati var stofnun skólaþjónustu Árborgar árið 2014 stórt skref til framfara og einnig stofnun fjölskyldusviðs árið 2019, en þá voru skólar, skólaþjónusta, félagsþjónusta og frístundaþjónusta sameinuð á eitt fagsvið. Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því á undanförnum mánuðum að efla snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Eitt af verkefnum okkar hefur verið að styrkja ráðgjafarteymi leikskólanna sem komið var á laggirnar fyrir nokkrum árum. Þar er um að ræða þverfaglegt teymi sem kemur saman einu sinni í viku með einum leikskóla í senn. Þar sitja, skólastjórnendur, deildarstjórar í viðkomandi leikskóla og sérfræðingar frá skólaþjónustu og félagsþjónustu. Frá heilsugæslu kemur hjúkrunarfræðingur frá ung- og smábarnavernd. Markmið fundanna er að vera ráðgefandi fyrir starfsfólk í leikskólum og stuðla að snemmtækum stuðningi við leikskólabörn og forráðamenn þeirra. Í öllum grunnskólum sveitarfélagsins eru starfrækt lausnateymi og ef þörf er á aðkomu fleiri sérfræðinga, sem ekki eru hluti af stoðþjónustu skólans, fara umsóknir um þverfaglega aðkomu sérfræðinga í gegnum nemendaverndarráð. Í kjölfarið er hvert mál kortlagt og þörf fyrir samþættingu þjónustu metin í samvinnu við foreldra. Þegar beiðni um samþættingu þjónustu liggur fyrir er málið sett til viðeigandi málstjóra sem vinnur í nánu samstarfi við tengiliði í leik- og grunnskólum. Málstjóri og tengiliður bera ábyrgð á því að koma á formlegu stuðningssteymi barns sem kortleggur þörf fyrir aðlögun og stuðning á grunni stuðningsáætlunar. Vinna okkar með fagteymum frá skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu gengur út á að móta verkferla innan kerfa og á milli kerfa sem styðja við það að samþætt þjónusta hefjist sem fyrst í ferlinu. Þátttaka fjölskyldusviðs Árborgar í landshlutateymi Suðurlands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefur stutt vel við þróunarferlið þar sem unnið var að því að auka samvinnu og samráð á milli GRR og þjónustuaðila í heimabyggð við greiningarferli, eftirfylgd, íhlutunarleiðir, ráðgjöf og skipulag fræðslu. Ávinningur þessa samstarfs er verulegur, því bæði verklag og hlutverk eru orðin skýrari hjá þeim sem vinna að þróun samþættrar þjónustu á fjölskyldusviði. Fjölskyldusvið hefur lagt mikla áherslu á vinnu í anda snemmtæks stuðnings við börn í Árborg og því var ráðinn ráðgjafi til félagsþjónustu sem sinnir sérstaklega barna- og fjölskyldumálum og nýlega var ráðið í nýtt starf unglingaráðgjafa. Þetta er liður í því að hafa þjónustu fjölskyldusviðs aðgengilega og koma henni að á fyrri stigum áður en vandinn verður stór og jafnvel að barnaverndarmáli. Í umbótavinnunni hefur frístundaþjónustan tekið virkan þátt og allt samstarf félagsmiðstöðvar við grunnskóla og félagsþjónustu hefur stóraukist, m.a. hafa sérstök stuðningsúrræði verið þróuð hjá félagsmiðstöðinni. Einnig hefur verið unnið að eflingu faglegs starfs á frístundaheimilum sveitarfélagsins. Kynningar- og samráðsfundir eru fyrirhugaðir á næstu vikum með stjórnendum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöð og fleiri hagsmunaðilum vegna innleiðingar á farsældarlögunum. Góð fjármögnun og fjölbreytt úrræði fyrir börn eru forsenda árangurs Svo innleiðing nýrra laga gangi vel fyrir sig þarf að koma meira til en samþætting þjónustunnar í heimabyggð. Ljóst er að stóraukið fjármagn þarf að koma til sveitarfélaganna en á nýlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaga komu fram efasemdaraddir um að 1 milljarður myndi duga eins og áætlanir ríkisins gera ráð fyrir. Auk þess ber ríkið ábyrgð á mörgum mikilvægum þjónustuþáttum fyrir börn sem þurfa að vera í góðu lagi svo markmið farsældarlaganna náist fram. Því miður þarf starfsfólk skólanna og velferðarþjónustu sveitarfélaga oftar en ekki að eyða tíma og orku í verkefni sem ríkið á að sinna sem kemur niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í þessu sambandi er rétt að nefna langa biðlista á BUGL og Þroska- og hegðunarstöð. Jafnframt eru úrræði Barnaverndarstofu af skornum skammti og langir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum. Þá eru langir biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir sem Sjúkratryggingar Íslands eiga að fjármagna.Af þessu má sjá að yfirvöld félags- og heilbrigðismála þurfa að huga betur að skyldum sínum er varða þjónustuþætti sem ríkið ber ábyrgð á og blása til sóknar. Ef það verður ekki gert mun þetta ófremdarástand bitna á börnunum og gera okkur öllum erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Við á fjölskyldusviði Árborgar tökum þetta mikilvæga verkefni alvarlega enda er velferð barna okkar í húfi. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun