Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum Snorri Másson skrifar 10. október 2021 13:00 Minna hefur verið að gera hjá lögreglu um helgar vegna faraldursástands, en nú eru annirnar að verða meiri aftur. Vísir/Vilhelm Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“ Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08