Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 07:25 Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í gærkvöld og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. Unglingar beindu lazer að ökumönnum Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Lögregla var kölluð til að American Bar á Austursetræti á níunda tímanum í gærkvöldi þar sem einn var handtekinn grunaður um líkamsárásar. Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Tilkynnt var um aðra líkamsárás á ellefta tímanum í gærkvöldi en engar frekari upplýsingar um það mál er að fá að svo stöddu. Þá var tilkynnt um tvenn hópslagsmál í miðbænum, annað á tólfta tímanum í gærkvöldi og hitt á öðrum tímanum í nótt en þá hafði hópurinn sundrast þegar lögregla kom á staðinn og enginn brotaþoli gaf sig á tal við lögreglu. Tilkynnt var svo um þriðju hópslagsmálin á þriðja tímanum í Hafnarfirði en sá hópur hafði einnig sundrast þegar lögregla kom á staðinn. Talsvert var um ölvunarlæti í nótt og voru tíu ökumenn til að mynda stöðvaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um tvö rafskútuslys í nótt. Unglingar beindu lazer að ökumönnum Þá var tilkynnt um umferðarslys í miðbænum í gærkvöldi og var tjónvaldurinn handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Tilkynnt var um annað slys á öðrum tímanum í nótt og var sá einnig handtekinn og vistaður vegna gruns um ölvun. Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var að hann væri í annarlegu ástandi og ógnandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá hrækti, lamdi og sparkaði í lögreglubifreiðina og var loks handtekinn og vistaður þar til ástand hans batnar. Þá var lögregla kölluð til í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna unglingahóps sem var að beina lazer að ökumönnum. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við unglingahópinn sem sagðist ekkert kannast við þennan verknað og var þá útskýrt fyrir krökkunum hve hættulegt þetta athæfi væri.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira