Tækifærin eru í Fjarðabyggð: Uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði Jón Björn Hákonarson skrifar 8. október 2021 15:01 Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Orkumál Jón Björn Hákonarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun