Upplýstir foreldrar = Virkir foreldrar Arnar Ævarsson skrifar 7. október 2021 16:01 Nú eru flestir skólar komnir með starfið í fastar skorður eftir óvissu í upphafi skólaárs vegna faraldursins. Það er ekki annað hægt en að hrósa skólastjórnendum, kennurum, foreldrum og auðvitað nemendum með hvernig tekist var á við þær áskoranir sem birtust oft með skömmum fyrirvara. Það reyndi á samskipti, það reyndi á upplýsingagjöf og það reyndi á samvinnu heimila og skóla. Heilt yfir þá gekk þetta vel en líka margt sem við getum dregið lærdóm af. Það er oft hægt að koma í veg fyrir að mál þróist þannig að erfitt sé að finna leið út úr vandanum. Samvinna og samhugur með það að markmiði að tryggja nemendum jákvætt og heilbrigt umhverfi til að vaxa og dafna í er góður grunnur til góðra verka. Jákvætt og uppbyggilegt samstarf á milli foreldra og skóla hefur mjög fjölþætt og jákvæð áhrif á skólastarfið, nemendum til hagsbóta. Rannsóknir sýna að gott samstarf heimila og skóla hefur jákvæð áhrif á skólabrag, líðan nemenda og námsárangur. Það má líka leiða að því líkum að gott samstarf kennara og foreldra skipti miklu máli fyrir kennara og líðan þeirra í starfi sem er mikilvægur þáttur. Það þarf að taka upp virkt samtal á milli heimila og skóla um hlutverk og væntingar og útbúa viðmið um samskipti heimila við kennara eða skólastjórnendur. Best er að þróa almennt verklag og draga úr tilviljanakenndum leiðum. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um hver ávinningurinn er af góðu samstarfi heimila og skóla og hvernig við ætlum að ná þeim ávinningi. Þetta ætti að skila sér í öflugra skólastarfi, starfi þar sem allir hafa hlutverk og eru þátttakendur með beinum og óbeinum hætti, skólinn, nemendur og foreldrar. Upp með gögnin Það er mikilvægt að foreldrar fái tækifæri til að kynna sér skólastarfið í hverjum skóla og geti nálgast upplýsingar með auðveldum hætti. Starfsáætlun, skólanámskrá, upplýsingar um innra mat skólans, niðurstaða mælinga á líðan nemenda og önnur gögn er varða skólastarfið þurfa að vera aðgengileg foreldrum svo þeir geti tekið þátt í umræðum um skólastarfið af þekkingu. Upplýstir foreldrar eru líklegri til að vera áhugasamari og virkari skólaforeldrar sem hafa jákvæð áhrif á skólastarfið. Til þess að foreldrar geti verið virkir þátttakendur í að byggja upp og styðja við öflugt skólastarf þá þurfa foreldrar nefnilega að fá aðgengi að þeim gögnum sem fyrir liggja um skólastarfið. Helst gögn sem hafa verið greind af aðilum skólans í samhengi við þau markmið sem lágu til grundvallar. Gekk starfið vel eða illa? Hvað segir innra matið? Hvað segja niðurstöðurnar úr Skólapúlsinum? Hvar er umbótaáætlunin? Hver er tíðni eineltis í skólanum? Ýmsar spurningar varðandi skólastarfið brenna á foreldrum, en oft er aðgengi að gögnum ekki skýrt og jafnvel bara alls ekkert. Það er mjög breytilegt á milli skóla hvaða gögn þeir birta, hvað er kynnt fyrir foreldrum og hvernig hefur verið unnið úr þessum gögnum. Stundum er þetta til fyrirmyndar en of oft er það ekki raunin. Nýleg gögn eru ekki alltaf fyrirliggjandi og á heimasíðum skólanna má oft aðeins finna margra ára gömul gögn. Niðurstöður mælinga eru oft ekki tengdar við áætlanir eða markmið skólans og því erfitt að átta sig á hvernig til tókst í starfinu. Var markmiðum náð? Þarna er tækifæri til að gera mun betur. Höfum í huga að upplýsingar móta viðhorf okkar og skortur á upplýsingum líka. Við erum sterkari saman Þeim skólum sem leggja upp úr markvissri upplýsingagjöf og ígrunduðu sjálfsmati (innra mati) með aðkomu foreldra og annarra hagsmunaaðila líkt og á að gera samkvæmt lögum fer sem betur fer fjölgandi. Sjálfsmat skóla er skilvirk og viðurkennd leið til að virkja hagsmunaaðila/foreldra og til að miðla upplýsingum um starfið, þannig geta allir verið með og haft jákvæð áhrif. Gerum gögnin aðgengileg og kynnum fyrir foreldrum hvar þeir geta sótt sér mikilvægar upplýsingar um skólastarfið. Foreldrar, og þá ekki síst þeir sem sitja í stjórn foreldrafélags eða skólaráði, þurfa einnig að sýna frumkvæði í að sækja þessar upplýsingar og rýna þær og sjá til þess að þær séu gerðar aðgengilegar öllum foreldrum á heimasíðu skólans. Það eiga ekki að vera nein leyndarmál, foreldrar eru upp til hópa gott fólk sem vill skóla barnsins síns vel og vilja vera þátttakendur í að vinna að hag nemenda og skólans og ráðast í úrbætur gerist þess þörf. Það á ekki að vera eins og að vinna í happdrætti að vera með barnið sitt í skóla þar sem skólastjórnendur og kennarar líta á foreldra sem samherja sem er treystandi fyrir upplýsingum og því að vinna með þeim af heilindum að bættu skólastarfi, nemendum til hagsbóta. Það er mun líklegra að hlutirnir gangi vel ef allir ganga í takt, eru vel upplýstir og hafa skýrt hlutverk, því saman náum við betri árangri. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – Landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú eru flestir skólar komnir með starfið í fastar skorður eftir óvissu í upphafi skólaárs vegna faraldursins. Það er ekki annað hægt en að hrósa skólastjórnendum, kennurum, foreldrum og auðvitað nemendum með hvernig tekist var á við þær áskoranir sem birtust oft með skömmum fyrirvara. Það reyndi á samskipti, það reyndi á upplýsingagjöf og það reyndi á samvinnu heimila og skóla. Heilt yfir þá gekk þetta vel en líka margt sem við getum dregið lærdóm af. Það er oft hægt að koma í veg fyrir að mál þróist þannig að erfitt sé að finna leið út úr vandanum. Samvinna og samhugur með það að markmiði að tryggja nemendum jákvætt og heilbrigt umhverfi til að vaxa og dafna í er góður grunnur til góðra verka. Jákvætt og uppbyggilegt samstarf á milli foreldra og skóla hefur mjög fjölþætt og jákvæð áhrif á skólastarfið, nemendum til hagsbóta. Rannsóknir sýna að gott samstarf heimila og skóla hefur jákvæð áhrif á skólabrag, líðan nemenda og námsárangur. Það má líka leiða að því líkum að gott samstarf kennara og foreldra skipti miklu máli fyrir kennara og líðan þeirra í starfi sem er mikilvægur þáttur. Það þarf að taka upp virkt samtal á milli heimila og skóla um hlutverk og væntingar og útbúa viðmið um samskipti heimila við kennara eða skólastjórnendur. Best er að þróa almennt verklag og draga úr tilviljanakenndum leiðum. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um hver ávinningurinn er af góðu samstarfi heimila og skóla og hvernig við ætlum að ná þeim ávinningi. Þetta ætti að skila sér í öflugra skólastarfi, starfi þar sem allir hafa hlutverk og eru þátttakendur með beinum og óbeinum hætti, skólinn, nemendur og foreldrar. Upp með gögnin Það er mikilvægt að foreldrar fái tækifæri til að kynna sér skólastarfið í hverjum skóla og geti nálgast upplýsingar með auðveldum hætti. Starfsáætlun, skólanámskrá, upplýsingar um innra mat skólans, niðurstaða mælinga á líðan nemenda og önnur gögn er varða skólastarfið þurfa að vera aðgengileg foreldrum svo þeir geti tekið þátt í umræðum um skólastarfið af þekkingu. Upplýstir foreldrar eru líklegri til að vera áhugasamari og virkari skólaforeldrar sem hafa jákvæð áhrif á skólastarfið. Til þess að foreldrar geti verið virkir þátttakendur í að byggja upp og styðja við öflugt skólastarf þá þurfa foreldrar nefnilega að fá aðgengi að þeim gögnum sem fyrir liggja um skólastarfið. Helst gögn sem hafa verið greind af aðilum skólans í samhengi við þau markmið sem lágu til grundvallar. Gekk starfið vel eða illa? Hvað segir innra matið? Hvað segja niðurstöðurnar úr Skólapúlsinum? Hvar er umbótaáætlunin? Hver er tíðni eineltis í skólanum? Ýmsar spurningar varðandi skólastarfið brenna á foreldrum, en oft er aðgengi að gögnum ekki skýrt og jafnvel bara alls ekkert. Það er mjög breytilegt á milli skóla hvaða gögn þeir birta, hvað er kynnt fyrir foreldrum og hvernig hefur verið unnið úr þessum gögnum. Stundum er þetta til fyrirmyndar en of oft er það ekki raunin. Nýleg gögn eru ekki alltaf fyrirliggjandi og á heimasíðum skólanna má oft aðeins finna margra ára gömul gögn. Niðurstöður mælinga eru oft ekki tengdar við áætlanir eða markmið skólans og því erfitt að átta sig á hvernig til tókst í starfinu. Var markmiðum náð? Þarna er tækifæri til að gera mun betur. Höfum í huga að upplýsingar móta viðhorf okkar og skortur á upplýsingum líka. Við erum sterkari saman Þeim skólum sem leggja upp úr markvissri upplýsingagjöf og ígrunduðu sjálfsmati (innra mati) með aðkomu foreldra og annarra hagsmunaaðila líkt og á að gera samkvæmt lögum fer sem betur fer fjölgandi. Sjálfsmat skóla er skilvirk og viðurkennd leið til að virkja hagsmunaaðila/foreldra og til að miðla upplýsingum um starfið, þannig geta allir verið með og haft jákvæð áhrif. Gerum gögnin aðgengileg og kynnum fyrir foreldrum hvar þeir geta sótt sér mikilvægar upplýsingar um skólastarfið. Foreldrar, og þá ekki síst þeir sem sitja í stjórn foreldrafélags eða skólaráði, þurfa einnig að sýna frumkvæði í að sækja þessar upplýsingar og rýna þær og sjá til þess að þær séu gerðar aðgengilegar öllum foreldrum á heimasíðu skólans. Það eiga ekki að vera nein leyndarmál, foreldrar eru upp til hópa gott fólk sem vill skóla barnsins síns vel og vilja vera þátttakendur í að vinna að hag nemenda og skólans og ráðast í úrbætur gerist þess þörf. Það á ekki að vera eins og að vinna í happdrætti að vera með barnið sitt í skóla þar sem skólastjórnendur og kennarar líta á foreldra sem samherja sem er treystandi fyrir upplýsingum og því að vinna með þeim af heilindum að bættu skólastarfi, nemendum til hagsbóta. Það er mun líklegra að hlutirnir gangi vel ef allir ganga í takt, eru vel upplýstir og hafa skýrt hlutverk, því saman náum við betri árangri. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – Landssamtaka foreldra.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun