Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 17:05 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælti í dag með því að bóluefnið RTS,S yrði notað almennt gegn malaríusýkingum í börnum í Afríku. Þetta er fyrsta slíka bóluefnið sem er tekið í almenna notkun, en um 400 þúsund manns láta lífið vegna malaríu á heimsvísu ár hvert. Þar af 260 þúsund börn í Afríku sunnan Sahara. Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira