Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. október 2025 11:08 Afnám tekjuskatts fyrir foreldra var eitt af kosningamálum Karol Nawrocki í vor. EPA Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum. Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum.
Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34