Bóluefni gegn malaríu í almenna notkun: Gæti bjargað tugum þúsunda barna á ári hverju Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 17:05 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælti í dag með því að bóluefnið RTS,S yrði notað almennt gegn malaríusýkingum í börnum í Afríku. Þetta er fyrsta slíka bóluefnið sem er tekið í almenna notkun, en um 400 þúsund manns láta lífið vegna malaríu á heimsvísu ár hvert. Þar af 260 þúsund börn í Afríku sunnan Sahara. Hægt verður að bjarga lífum tuga þúsunda afrískra barna ár hvert eftir að notkun bóluefnis gegn malaríu var samþykkt af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í dag. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO og bætir við að þetta sé „sögulegur atburður“. BBC segir frá. „Hið langþráða malaríubóluefni fyrir börn markar tímamót fyrir vísindin, heilbrigði barna og baráttuna gegn malaríu.“ Ghebreyesus segir að notkun bóluefnisins ásamt hefðbundnum úrræðum líkt og flugnanetum „gæti bjargað lífi tuga þúsunda á ári hverju“. Moskítófluga af ætt Anopheles ber malaríusmit milli manna þegar hún sýgur úr þeim blóð. 400 þúsund látast úr malaríu árlega Malaría hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, en um er að ræða snýkjudýr sem berst með biti moskítóflugna og ræðst á rauð blóðkorn og fjölgar sér þar. Um 230 milljónir manna veikjast af malaríu á ári hverju á alþjóðavísu og um 400 þúsund láta lífið. Langverst er ástandið í Afríku sunnan Sahara, þar sem meira en 260 þúsund börn létust af völdum sjúkdómsins árið 2019. Rúmlega 100 ára vinna að skila árangri Rannsóknir á bóluefni gegn malaríu hafa staðið yfir í um það bil öld, en báru lengi vel ekki árangur þar sem mörg og fjölbreytt afbrigði eru til af sníkjudýrinu sem veldur sjúkdómnum. Fyrir sex árum kom í ljós að efni að nafni RTS,S gæti virkað vel gegn malaríu. Bóluefnið var talið koma í veg fyrir smit í 40% tilfella og 30% af alvarlegum tilfellum. Þá fækkaði börnum sem þurftu blóðgjöf um þriðjung. Það var þó ekki talið víst að efnið myndi gefa góða raun, þar sem það þarf fjóra skammta til að ná fullri virkni. Það var gefið fimm, sex, og sjö mánaða börnum og loks einn örvunarskammtur þegar þau eru átján mánaða. Síðan þá hafa tilraunaverkefni í Gana, Kenía og Malaví gefið svo góða raun að WHO hefur gefið leyfi til almennrar notkunar. Alls voru gefnar 2,3 milljónir skammta. Ekki varð vart við neinar alvarlegar aukaverkanir og efnið virkaði vel meðfram öðrum bóluefnum. „Frá sjónarhorni vísinda eru þetta tímamót og frá sjónarhorni almannaheilsu er þetta sögulegt afrek,“ sagði Pedro Alonso, sem fer fyrir malaríuteymi WHO. „Við höfum leitað að bóluefni gegn malaríu í meira en 100 ár og það mun bjarga lífum og hindra framgang sjúkdóma fyrir börn í Afríku.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent