Skotsvæðið Álfsnesi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 20:30 Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skotíþróttir Sjálfstæðisflokkurinn Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun