Stórir draumar rætast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. október 2021 08:02 Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Aukinn fjölbreytileiki í stjórnum Um haustið 2013 tóku gildi fyrir einkageirann lög, sem samþykkt höfðu verið árið 2010, um að hvort kyn skyldi að lágmarki vera 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna í stærri fyrirtækjum þrefaldast á meðan hlutfall kvenna í minni fyrirtækjum hefur nánast stað, sem sýnir mikilvægi þessarar lagabreytingar. Hún var gerð til að bregðast við einsleitni stjórna og æðstu stjórnunar í fyrirtækjum og vildu konur í atvinnulífinu vera tilbúnar fyrir þennan aukna fjölbreytileika og þá samfélagsbreytingu sem lagabreytingin kallaði á. Tengist það m.a. því mikilvæga verkefni að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Í það verkefni settum við mikla vinnu, í góðu samstarfi við tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, RUV og 365 miðla. Jöfn laun fjarlægur draumur? Jöfn laun kynjanna virtist hins vegar enn fjarlægur draumur. Hvort sem horft var til óleiðrétts eða leiðrétts launamunar var lítil breyting á þessum óréttláta mun á því hvernig starfskraftar voru metnir eftir kyni. Sérstaklega á almenna vinnumarkaðnum. Snemma árs 2017 eygðum við von í því að á þessu yrði breyting. Komin var ríkisstjórn sem setti jafnrétti á vinnumarkaði á dagskrá í stefnuyfirlýsingu. Fljótlega varð líka ljóst að þarna var komin ráðherra yfir jafnréttismálum sem lét verkin tala. Þorsteinn Víglundsson, þá félagsmálaráðherra fyrir Viðreisn, beið ekki boðanna og boðaði til funda um jafnlaunavottun. Í því samráði tók ég þátt, bæði sem formaður FKA og sem forstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki. Frá fyrstu stundu sá ég hvað verkefnið var framsýnt og stórt. Ég vissi líka að nóg yrði af úrtölufólki. Launamunurinn minnkar Frá árinu 2016 hefur leiðréttur launamunur kynjanna dregist saman um tæpt prósentustig, úr 4,9% í 4,1%. Alls hafa 322 fyrirtæki, þar sem tæplega 95 þúsund starfsmenn starfa, hlotið jafnlaunavottun. Í lok þessa árs eiga svo öll fyrirtæki með 90-149 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun og í lok næsta árs er komið að fyrirtækjum með starfsmenn 25-89 starfsmenn. Því miður hefur orðið dráttur á að aðilar, sem eiga að vera komnir með jafnlaunavottun, hafi klárað slíkt ferli, bæði á opinberum markaði og í einkageiranum. Það sáum við t.d. í erindi sem okkur barst í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá Jafnréttisstofu, um að 16 sveitarfélög hafi ekki enn fengið jafnlaunavottun, þrátt fyrir fresti. Þar á meðal eru stór sveitarfélög sem ættu vel að hafa til þess bolmagn. Stjórnin skorar á öll sveitarfélög, sem hafa skyldu til að afla sér jafnlaunavottunar, að ljúka því sem fyrst. Stuðningur við jafnlaunastefnu sveitarfélaga Borgarráð samþykkti í síðustu viku að setja á fót Jafnlaunastofu með Sambandi íslenska sveitarfélaga. Hennar hlutverk verður að að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnlaunamála. Reykjavíkurborg hefur um árabil rekið verkefnastofu starfsmats, sem mun flytjast til þessarar nýju Jafnlaunastofu. Því verður ekki um aukið fjármagn að ræða frá Reykjavíkurborg til verkefnisins. Þegar kemur að launajafnrétti hefur Reykjavíkurborg frá miklu að miðla. Leiðréttur launamunur árið 2020, samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkinu og 2,7% hjá sveitarfélögum. Samkvæmt eigin mælingum Reykjavíkurborgar var leiðréttur launamunur kynjanna 1,8% á sama tíma. Eins og fram kemur í þessari nýju launarannsókn Hagstofunnar er erfitt að meta ávinning af jafnlaunavottun, þar sem svo stutt er síðan að slík vottun var tekin upp. Þó er bent á að verulega hafi dregið úr launamun hjá sveitarfélögunum í kjölfar endurskoðunar á starfsmatskerfi og að ætla megi að jafnlaunavottun geti ýtt undir svipaða þróun annars staðar á vinnumarkaðnum, m.a. með því að tryggja markvissara starfsmat. Rétt er að benda á að meiri leiðrétting hefur orðið hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði en það var sett í forgang að hið opinbera gengi fram með góðu fordæmi og tæki fyrr upp jafnlaunavottun. Með Jafnlaunastofu halda Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga áfram að skipa forystu í baráttu gegn launamun kynjanna. Jafnlaunastofa er yfirlýsing um að sveitarfélögin ætli að gera enn betur, þegar kemur að launajafnrétti á vettvangi þeirra Stórir draumar geta ræst, ef við vinnum ötullega að þeim Við höfum ekki enn náð kynjajafnrétti á Íslandi, sem sést á því að það er enn launamunur kynjanna. Hann reiknast þrátt fyrir leiðréttingar þar sem tekið er tillit til ýmissa breyta og ekki er tekið inn í reikninginn sá launamunur sem felst í því að hefðbundnum kvennastéttum séu greidd lægri laun en hefðbundnum karlastéttum. Það þykir ekki enn jafn sjálfsagt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja og karlar. Konur voru á síðasta ári 35% viðmælenda í fréttum RÚV. En frá því að ég stóð í stafni FKA hafa jákvæðar breytingar orðið á öllum þessum sviðum. Dregið hefur úr launamun kynjanna, konum hefur fjölgað í stjórnum fyrirtækja og konum hefur fjölgað sem viðmælendum fjölmiðlanna. Stórir draumar um jafnrétti kynjanna geta ræst hér á Íslandi. Við þurfum bara að vinna enn öflugar að því markmiði. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar ég var formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árunum 2013-2017 voru þrjú málefni sem brunnu á kvenleiðtogum íslensks atvinnulífs. Þau voru mikilvægi þess að fá fjölbreytileika í stjórnir fyrirtækja og stofnana, sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og launamunur kynjanna á vinnumarkaði. Aukinn fjölbreytileiki í stjórnum Um haustið 2013 tóku gildi fyrir einkageirann lög, sem samþykkt höfðu verið árið 2010, um að hvort kyn skyldi að lágmarki vera 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna í stærri fyrirtækjum þrefaldast á meðan hlutfall kvenna í minni fyrirtækjum hefur nánast stað, sem sýnir mikilvægi þessarar lagabreytingar. Hún var gerð til að bregðast við einsleitni stjórna og æðstu stjórnunar í fyrirtækjum og vildu konur í atvinnulífinu vera tilbúnar fyrir þennan aukna fjölbreytileika og þá samfélagsbreytingu sem lagabreytingin kallaði á. Tengist það m.a. því mikilvæga verkefni að auka sýnileika kvenna í fjölmiðlum. Í það verkefni settum við mikla vinnu, í góðu samstarfi við tvö stærstu fjölmiðlafyrirtæki landsins, RUV og 365 miðla. Jöfn laun fjarlægur draumur? Jöfn laun kynjanna virtist hins vegar enn fjarlægur draumur. Hvort sem horft var til óleiðrétts eða leiðrétts launamunar var lítil breyting á þessum óréttláta mun á því hvernig starfskraftar voru metnir eftir kyni. Sérstaklega á almenna vinnumarkaðnum. Snemma árs 2017 eygðum við von í því að á þessu yrði breyting. Komin var ríkisstjórn sem setti jafnrétti á vinnumarkaði á dagskrá í stefnuyfirlýsingu. Fljótlega varð líka ljóst að þarna var komin ráðherra yfir jafnréttismálum sem lét verkin tala. Þorsteinn Víglundsson, þá félagsmálaráðherra fyrir Viðreisn, beið ekki boðanna og boðaði til funda um jafnlaunavottun. Í því samráði tók ég þátt, bæði sem formaður FKA og sem forstjóri hjá meðalstóru fyrirtæki. Frá fyrstu stundu sá ég hvað verkefnið var framsýnt og stórt. Ég vissi líka að nóg yrði af úrtölufólki. Launamunurinn minnkar Frá árinu 2016 hefur leiðréttur launamunur kynjanna dregist saman um tæpt prósentustig, úr 4,9% í 4,1%. Alls hafa 322 fyrirtæki, þar sem tæplega 95 þúsund starfsmenn starfa, hlotið jafnlaunavottun. Í lok þessa árs eiga svo öll fyrirtæki með 90-149 starfsmenn að hafa hlotið jafnlaunavottun og í lok næsta árs er komið að fyrirtækjum með starfsmenn 25-89 starfsmenn. Því miður hefur orðið dráttur á að aðilar, sem eiga að vera komnir með jafnlaunavottun, hafi klárað slíkt ferli, bæði á opinberum markaði og í einkageiranum. Það sáum við t.d. í erindi sem okkur barst í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá Jafnréttisstofu, um að 16 sveitarfélög hafi ekki enn fengið jafnlaunavottun, þrátt fyrir fresti. Þar á meðal eru stór sveitarfélög sem ættu vel að hafa til þess bolmagn. Stjórnin skorar á öll sveitarfélög, sem hafa skyldu til að afla sér jafnlaunavottunar, að ljúka því sem fyrst. Stuðningur við jafnlaunastefnu sveitarfélaga Borgarráð samþykkti í síðustu viku að setja á fót Jafnlaunastofu með Sambandi íslenska sveitarfélaga. Hennar hlutverk verður að að styðja stjórnendur sveitarfélaga við að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga með ráðgjöf og fræðslu á sviði jafnlaunamála. Reykjavíkurborg hefur um árabil rekið verkefnastofu starfsmats, sem mun flytjast til þessarar nýju Jafnlaunastofu. Því verður ekki um aukið fjármagn að ræða frá Reykjavíkurborg til verkefnisins. Þegar kemur að launajafnrétti hefur Reykjavíkurborg frá miklu að miðla. Leiðréttur launamunur árið 2020, samkvæmt launarannsókn Hagstofu Íslands var 5,6% á almennum vinnumarkaði, 3,3% hjá ríkinu og 2,7% hjá sveitarfélögum. Samkvæmt eigin mælingum Reykjavíkurborgar var leiðréttur launamunur kynjanna 1,8% á sama tíma. Eins og fram kemur í þessari nýju launarannsókn Hagstofunnar er erfitt að meta ávinning af jafnlaunavottun, þar sem svo stutt er síðan að slík vottun var tekin upp. Þó er bent á að verulega hafi dregið úr launamun hjá sveitarfélögunum í kjölfar endurskoðunar á starfsmatskerfi og að ætla megi að jafnlaunavottun geti ýtt undir svipaða þróun annars staðar á vinnumarkaðnum, m.a. með því að tryggja markvissara starfsmat. Rétt er að benda á að meiri leiðrétting hefur orðið hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði en það var sett í forgang að hið opinbera gengi fram með góðu fordæmi og tæki fyrr upp jafnlaunavottun. Með Jafnlaunastofu halda Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga áfram að skipa forystu í baráttu gegn launamun kynjanna. Jafnlaunastofa er yfirlýsing um að sveitarfélögin ætli að gera enn betur, þegar kemur að launajafnrétti á vettvangi þeirra Stórir draumar geta ræst, ef við vinnum ötullega að þeim Við höfum ekki enn náð kynjajafnrétti á Íslandi, sem sést á því að það er enn launamunur kynjanna. Hann reiknast þrátt fyrir leiðréttingar þar sem tekið er tillit til ýmissa breyta og ekki er tekið inn í reikninginn sá launamunur sem felst í því að hefðbundnum kvennastéttum séu greidd lægri laun en hefðbundnum karlastéttum. Það þykir ekki enn jafn sjálfsagt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja og karlar. Konur voru á síðasta ári 35% viðmælenda í fréttum RÚV. En frá því að ég stóð í stafni FKA hafa jákvæðar breytingar orðið á öllum þessum sviðum. Dregið hefur úr launamun kynjanna, konum hefur fjölgað í stjórnum fyrirtækja og konum hefur fjölgað sem viðmælendum fjölmiðlanna. Stórir draumar um jafnrétti kynjanna geta ræst hér á Íslandi. Við þurfum bara að vinna enn öflugar að því markmiði. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun