Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2021 19:01 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10