Rekstrarafkoma Isavia neikvæð um 5,1 milljarð á fyrri hluta árs Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 13:38 Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. Isavia Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins var neikvæð um 5,1 milljarð króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 5,3 milljarða króna fyrir sama tímabili á síðasta ári. Í tilkynningu frá Isavia segir að áhrifa kórónuveirunnar hafi enn gætt verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og hafi samdráttur í tekjum þess numið um 2,3 milljörðum króna, eða um 27 prósent samanborið við sama tímabil á síðasta ári. „Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Hægari endurheimt á Isavia Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. „Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina, hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins. „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,” segir Sveinbjörn. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að áhrifa kórónuveirunnar hafi enn gætt verulega á rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og hafi samdráttur í tekjum þess numið um 2,3 milljörðum króna, eða um 27 prósent samanborið við sama tímabil á síðasta ári. „Ef horft er til fyrri helmings árs 2019 í samanburði við fyrri helming árs 2021 nam tekjusamdrátturinn um 65% fyrir samstæðu Isavia en 83% ef eingöngu er horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Miðað við fyrri helming ársins 2020 fóru 76% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll en á sama tímabili á þessu ári. Ef bornir eru saman fyrri helmingar áranna 2019 og 2021 nemur samdrátturinn um 93%. Gripið hefur verið til umfangsmikilla hagræðingaaðgerða í rekstri til að mæta tekjusamdrættinum en á sama tíma hefur verið lögð áhersla á að viðhalda grunnstarfsemi félagsins og innviðum þess í ljósi mikilvægis þeirra fyrir íslenskt efnahagslíf til framtíðar. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 3,5 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 7,6 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra. Þann viðsnúning má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Hægari endurheimt á Isavia Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia að endurheimtin á Keflavíkurflugvelli hafi farið hægar af stað en von var á. „Ljóst er að fjöldi farþega á síðustu mánuðum þessa árs verður minni en við vonuðumst eftir og má rekja það beint til harðra takmarkana sóttvarnaryfirvalda á landamærum Íslands. Flugfélög hafa dregið úr framboði sínu og þeim flugfélögum, sem við töldum að myndu sinna flugi til Íslands yfir vetrarmánuðina, hefur fækkað og gæti þeim auðveldlega fækkað enn frekar. Þessi staða er mikið áhyggjuefni, og í raun alvarleg, þar sem við ættum að vera að vinna með endurheimtinni en ekki gegn henni,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að þrátt fyrir óvissu í vetur hafi Isavia hafið að nýju framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í samræmi við uppbyggingaráætlun félagsins. „Ákvörðun um að auka hlutafé í Isavia fyrr á árinu gerði okkur mögulegt að hefjast handa við uppbygginguna á Keflavíkurflugvelli og stuðla þannig áfram að endurreisn ferðaþjónustunnar. Frekari uppbygging, og þá ekki síst þegar kemur að tengistöðinni á Keflavíkurflugvelli, styður við fjölgun öflugra flugtenginga en þær eru ein af lykilforsendum lífsgæða á Íslandi,” segir Sveinbjörn.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun