Menntun byggð á slæmum grunni Hrafnkell Karlsson skrifar 28. september 2021 10:00 Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hið íslenska grunnskólakerfi er úrelt. Virkar þetta kerfi ekki lengur? Jú, það gerir það en að mjög takmörkuðu leyti en það er hægt að gera svo miklu betur. Það þekkja eflaust margir foreldrar eða ungmenni sem æfðu fótbolta, listir eða aðrar íþróttir meðan þau voru í grunnskóla vita að skóladagarnir eru mjög langur, allt að 8-10 klukkustundir þegar allt er reiknað með. Svo eftir þennan langa skóladag er búist við að ungmennin efli félagslíf sitt og læri heima fyrir næsta langa dag. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna er það að allt sem liggur ekki inn í hinu hefðbundna, bóklega námi er sett fyrir utan stundaskrá grunnskólans og er lang, lang oftast ekki metið í skólanum. Hvers vegna er það að allar listir, íþróttir og fleiri iðjur sem falla undir hugtakið tómstundir er ekki metið í grunnskólanum? Auðvitað er það ekki alltaf þannig að þau sem æfa fótbolta eða spila á fiðlu á yngri árum verða atvinnumenn á sínu sviði en hvers vegna er það ekki á sama stalli og einhver sem vill læra félagsfræði, sálfræði eða stærðfræði sem fær allan grunn sinn settann á grunnskólaárum? Þetta furða ég mig oft á. Ég hef heyrt orðin ,,kerfið fyrir fólki, ekki fólkið fyrir kerfið’’ ég hef hugsað um þetta slagorð mjög mikið síðustu misseri eftir að ég byrjaði að læra og vinna við mína ástríðu, sem er tónlist. Þegar ég var í grunnskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd var grunnskólakerfið ekki fyrir mig. Ég var í miklu tónlistarnámi með grunnskólanum. Nær hvern virkan dag og margar helgar þá þurfti móðir mín að keyra mig úr Vogunum lengst inn í Kópavog til að stunda sem í mínum huga var aðalnám mitt. Á framhaldsskólaárum mínum við Menntaskólann í Hamrahlíð þá var sérstök tónlistarbraut sem mat alla tíma sem ég var í tónlistarskólanum og gaf mér miklu meira rými til að stunda nám mitt af alvöru. Eftir á að hyggja þá furða ég mig mjög á því af hverju þetta kerfi var ekki notað í grunnskóla. Ég hugsa með mér og það eru örugglega fleiri sem hafa sína atvinnu á íþróttar -og menningarsviðinu; af hverju var nám mitt ekki metið á sama stalli og námið sem allir hinir eru í? Finnar hafa nær fullkomnað skólakerfi sitt, sérstaklega á yngri stigunum. Þar hafa nemendur mikla stjórn á hvað þau læra miðað við áhugamál sín. Með þessum hætti er þeim kennt að þeirra áhugamál og ástríður eru sett í forgang. Með þessum hætti hefur skólakerfið haft þau áhrif að finnar ala upp miklu fleiri arkitekta, tónskáld, tónlistarfólk, hljómsveitarstjóra o.s.frv. á mörgum sviðum samfélagsins að miklu leyti vegna þess að finnar hafa sett öll svið menntunar og lífsins á sama stall. Það má ekki gleyma að á bakvið alla íþrótta- og menningarviðburði er margra ára námsferill (oft í tvöföldu námi, grunn/framhaldsskóla samhliða öðru námi), himinhá skólagjöld og hundruði klukkutíma á bakvið hvern viðburð sem haldnir eru hverju sinni. Meikar ekki sense að þetta nám og ástríður fólks sé metið á sama stalli og annað bóklegt nám? Höfundur er hafnfirskur orgelnemi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar