Heimilin og störfin þurfa ábyrga stjórn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. september 2021 19:31 Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Valið á morgun er kristaltært. Við stöndum fyrir fleiri og verðmætari störf um allt land. Við munum halda áfram að standa með fólki í rekstri og auka tekjur heimilanna. Við munum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Hin leiðin er fjölflokkastjórn sem á það eitt sameiginlegt að ætla að hækka skatta á atvinnulífið og stendur gegn öllum framförum í atvinnumálum. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. 1. Lægri skattar. Einfaldara regluverk Við munum halda áfram að lækka skattana og einfalda regluverkið. Við munum halda áfram að gera það auðveldara að reka fyrirtæki, ráða fólk í vinnu, gera hugmyndir að veruleika og skapa verðmæti fyrir samfélagið allt. Allir aðrir flokkar sem nú eru í framboði ætla að hækka skatta á fyrirtæki. Líka miðjuflokkarnir. 2. Grænar fjárfestingar og orkuskipti. Við viljum takast á við loftslagsmálin með hugviti, frumkvæði og nýsköpun. Við viljum nýta hreina innlenda orku til að verða fyrst þjóða í full orkuskipti og skapa um leið nýja atvinnugrein á Íslandi. Vinstrið hafnar hugmyndum um meiri hreina orku og ætlar að tækla málin með reglum, sköttum og bönnum. 3. Nýsköpun hjá stórum og smáum Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Nýsköpun í allri sinni mynd - líftækni, hugbúnaður, matvælagerð og alls kyns hugvit - er orðin fjórða stoðin í hagkerfi landsins. Á sama tíma er Reykjavíkurborg að búa til heilt fyrirtæki í beinni samkeppni við einkageirann og fulltrúar Viðreisnar verja þessa ákvörðun opinberlega. Þau hafa aldrei sýnt í verki að þau standi fyrir hægri gildi. 4. Leyfum fólki að blómstra Við viljum umhverfi sem gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að vaxa og verða stór og öflug. Ráða fleiri í vinnu. Skapa verkefni fyrir undirverktaka. Fjárfesta í nýjum verkefnum - byggingum, tækjum og hugmyndum. Stærstur hluti nýsköpunar á Íslandi á sér einmitt stað í stórum fyrirtækjum. En Framsóknarflokkurinn og fleiri boða sérstaka skatta á stór fyrirtæki. Þetta er óskiljanlegt. F ólkið sem við treystum á Samfélagið allt treystir á fólk sem leggur á sig mikla vinnu í eigin rekstri. Við viljum halda áfram að byggja upp öflugt atvinnulíf á Íslandi. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum standa með þessu fólki og öllum þeim sem vilja leggja mikið á sig til að sækja fram í lífinu. Ólíkt öllum öðrum flokkum finnið þið engar tillögur í okkar stefnuskrá sem refsa fólki fyrir dugnað og framtakssemi. Þvert á móti viljum við að þeir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá. Valið er skýrt. Höldum áfram að vinna. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun