Við þurfum líka þjónustu sérgreinalækna úti á landi! Pétur Heimisson skrifar 24. september 2021 15:00 Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun