Sósíalistar kríta liðugt Hörður Filippusson skrifar 24. september 2021 08:01 Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Framámenn sósíalistaflokksins hafa verið með einhverja ólund í garð hins íslenska jafnaðarmannaflokks, Samfylkingarinnar, og finna honum meðal annars til foráttu að á þeim bæ búi svokallaðir Blairistar. Þó að allt bendi til þess að sósíalistar viti ekki hvað þeir eru að tala um er ekki úr vegi að greina þennan talsmáta lítillega. Tony Blair var formaður breska Verkamannaflokksins þegar sá flokkur fékk meirihluta þingmanna í þingkosningum 1997, allstóran meirihluta vegna sérkenna kosningakerfis sem byggir á einmenningskjördæmum. Blair var glaðbeittur formaður og tungulipur, ekki ólíkur Gunnari Smára að því leyti. Sumir trúðu því að Blair mundi leiða flokkinn til sósíaldemókratískra áherslna enda talaði hann á þeim nótum fyrir kosningar. En skemmst er frá því að segja að þegar til kastanna kom varð ljóst að Blair var enginn jafnaðarmaður. Stundum er talað á þann veg að til sé einhver stefna sem kallast geti Blairismi. Svo er ekki því gera verður þá kröfu til -isma að hann byggi á einhverskonar heildstæðri hugmyndafræði. Svo var ekki um hugmyndir Blairs sem lét ekki klassíska jafnaðarstefnu vefjast fyrir sér heldur sótti meginhugmyndir sínar til engrar annarrar en Margrétar Thatcher. Þau Blair og Thatcher mynduðu einskonar gagnkvæmt aðdáunarbandalag og Blair fylgdi í mikilvægum málaflokkum einlæglega eftir breytingum sem Thatcher hafði hrint af stað á valdaárum sínum. Hefðbundin gildi jafnaðarstefnu geta menn kynnt sér með lestri bókar Gylfa Þ. Gíslasonar frá 1977 (sjá til dæmis hér). Þó að sjálfsagt megi tína til einhver mál sem stjórn Blairs stóð fyrir og voru til bóta (til dæmis lágmarkslaun) eru þau mál miklu fleiri sem ekki ríma við jafnaðarstefnu. Blair var mjög hallur undir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Á valdatíma hans hélt reyndar Gunnar nokkur Smári fram svipuðum hugmyndum hér á landi og virðist hafa verið Blairisti á þeim tíma. En kannski var það ekki Gunnar Smári heldur annar maður með sama nafni. Hvað sem því líður er einkavæðing heilbrigðiskerfisins ekki stefna jafnaðarmanna. Blair var áhugamaður um einskonar einkavæðingu skóla sem voru færðir einkaaðilum og trúfélögum til rekstrar, kerfi sem hefur reynst afar illa. Einkavæðing skólakerfisins er ekki stefna jafnaðarmanna. Blair gerðist líka handgenginn forseta Bandaríkjanna og slóst í för með honum til hernaðar í Írak á fölskum forsendum. Því er haldið fram með góðum rökum að þar hafi hann gerst stríðsglæpamaður. Ekki var sú framganga hans í samræmi við jafnaðarstefnu. Þannig mætti lengi telja en verður ekki gert hér. En hvar sem borið er niður kemur í ljós að orð og gerðir Blairs og stjórnar hans gengu í mörgum og veigamiklum atriðum gegn hefðbundinni jafnaðarstefnu sem íslenskir jafnaðarmenn byggja á og liggja til grundvallar Samfylkingunni - Jafnaðarmannaflokki Íslands. Höfundur er jafnaðarmaður
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun