Fótbolti

Milan jafnt Inter á toppnum eftir sigur á Venezia

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn AC Milan fagna öðru marki sínu í kvöld.
Leikmenn AC Milan fagna öðru marki sínu í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images

AC Milan vann 2-0 sigur á Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í kvöld. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á varamannabekk Venezia.

Þó heimamenn hafi verið mun sterkari aðilinn í Mílanó í kvöld þá var staðan markalaus að loknum fyrri hálfleik. Það var komið fram á 68. mínútu þegar Brahim Diaz braut loks ísinn eftir sendinguAnte Rebić.

Þegar átta mínútur voru til leiksloka tryggði Theo Hernández sigur heimamanna með er hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir fyrirgjöf Alexis Saelemaekers. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

AC Mílan og Inter Mílan eru nú jöfn að stigum á toppi Serie A, bæði með 13 stig að loknum fimm leikjum.Venezia er í 18. sæti deildarinnar með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×