Minn umhverfisráðherra Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 22. september 2021 16:45 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frambjóðandi í Suðurkjördæmi og sitjandi varamaður formanns stjórnar Vatnajökulþjóðgarðs, tjáði sig á facebook síðu sinni í gærkvöldi um störf umhverfis-og auðlindaráðherra. Afar athyglisverð færsla að ekki sé meira sagt. Fyrir það fyrsta má ráða af skrifum Vilhjálms að hann telji að umhverfisráðherra hefði átt að draga sig í hlé og hætta að sinna vinnu sinni eftir að þing hætti í sumar. Skilin á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna koma glöggt í ljós við þessar aðstæður. Þingmenn geta frá þingslitum til kosninga rásað um kjördæmi og netheima og þyrlað ryki í augu kjósenda í von um endurkjör til alþingis. Ráðherrar þurfa hins vegar að vinna til loka síns umboðs, sem stendur til kosninga. Það þætti líklega óábyrgt og skylt við leti ef heilbrigðisráðherra t.d. léti reka á reiðanum frá þingslitum og fram að kosningum. Ráðherrar ríkistjórnar útenda því sinn vinnutíma og í í þessu tilfelli undir gildandi stjórnarsáttmála þriggja flokka, þ.á.m. Sjálfstæðisflokks. Orðrétt um vinnu umhverfis- og auðlindaráðherra segir Vilhjálmur m.a.„Það stenst engin lög að friðlýsa heilu vatnasvæðin á grundvelli rammaáætlunar. Alþingi þarf að skilgreina þau svæði nákvæmlega sem á að friðlýsa skv. Rammaáætlun og það hefur ekki verið gert“Vilhjálmur er með BA próf í lögfræði samkvæmt Alþingisvefnum, en hann er fráleitt eina lögfræðimenntaða manneskjan á Íslandi. Kollegar hans starfa m.a. í Umhverfis- og aulindaráðuneytinu, með ráðherra, og túlka því greinilega lög um Rammaáætlun eitthvað öðruvísi en Vilhjálmur. Lögin kveða m.a. á um það að virkjanahugmyndir sem falla í verndarflokk fari í beinu framhaldi í friðlýsingu. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en lögboðnar friðlýsingar á grundvelli hans hafa setið á hakanum þar til Guðmundur Ingi Guðbrandsson settist í stól umhverfis- og aulindaráðherra eftir kosningar 2017. Veganesti þessa ráðherra VG stendur skrifað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Sérstök áhersla verður lögð á friðlýsingar kosta í verndarflokki Rammaáætlunar.“ Guðmundur Ingi hefur unnið hratt niður bunka ófullgerðra friðlýsinga, og gert það samkvæmt lögum um Rammaáætlun, ekki eigin geðþótta. Þriðji áfangi Rammaáætlunar hefur ekki enn verið staðfestur af Alþingi og því er ekki verið að vinna samkvæmt honum. Moldin byrjar þó fyrst verulega að rjúka í logninu í færslu Vilhjálms þegar hann,varamaður formanns Vatnajökulsþjóðgarðs, beinir skrifum að stækkun þjóðgarðsins. Hann segir: „Þá er ólöglegt að stækka Vatnajökulsþjóðgarð án alls samráðs við sveitarstjórnir í nágrenninu,eðlilegs undirbúnings innan stjórnsýslunnar með kostnaðarmati, hnitsettum kortum og að ég tali nú ekki um að klára frágang og fjármögnun á fyrri stækkunum“ Látum það fljóta að maður í hans stöðu virðist ekki hafa metnað fyrir því að þjóðgarðar stækkiog færi út starfssemi sína. Alvarlegri eru dylgjur um að umhverfis- og auðlindaráðherra reyni að stækka þjóðgarð án samráðs við sveitarstjórnir. Að óreyndu hefði kona haldið að maður með svo langa stjórnarsetu innan þjóðgarðsins þekkti betur hið dreifða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. En vonin um nokkur atkvæði fólks sem hræðist þjóðgarða vegur greinilega þyngra en sannleikurinn. Það rétta er að umhverfis- og auðlindaráðherra bauð á þessu ári sveitarfélögum sem þegar hafa góða reynslu af Vatnajökulsþjóðgarði að stækka hann frekar á þjóðlendum innan sveitarfélagsins. Ákvörðunin um að fara í þetta samtal var alfarið í höndum viðkomandi sveitarstjórna. Þjóðgarðsverðir svæðanna unnu faglegt kostnaðarmat vegna mögulegrar stækkunar þjóðgarðsins, sem starfsfólk Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins lagði svo blessun sína yfir. Starfsfólk ráðuneytisins aðstoðaði einnig við að teikna hugmyndir sveitarfélaganna að útmörkum inn á kort. Þær línur sem þar var unnið með, s.s. sveitarfélagamörk, þjóðlendumörk, hálendislína og mörk biðflokkskosta skv. Rammaáætlun eru þegar til á hnitsettum kortum. Ekki telst útilokað að Vilhjálmur hafi, við vinnu sína einhvern tíma barið slík kort augum og ætti því að renna í grun um tilvist þeirra og notkunarmöguleika. Sveitarfélagið Hornafjörður ákvað á fundi sínum í ágúst að taka undir fyrri ályktun bæjarráðs Hornafjarðar að stækka þjóðgarðinn innan sveitarfélagsins og er sá gjörningur afstaðinn. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hélt kynningarfundi fyrir fjallskilanefndir og íbúa og á þeim fundum sá starfsfólk Umhverfisráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs um kynningar á stækkunarhugmyndum og svöruðu spurningum. Það gerðu þau að ósk meirihluta sveitarstjórnar Skaftárhrepps, okkar sveitarstjórnarkvenna sem sáum í þessu mikil tækifæri. Á þessum fundum kom hins vegar fram að íbúum Skaftárhrepps hugnaðist ekki stækkun þjóðgarðins að þessu sinni. Íbúarnir voru því ekki í einhverri glímu við ráðherra, eins og gefið hefur verið í skyn. Vilji íbúanna hafði hins vegar þau áhrif á afstöðu sveitarstjórnar að fallið var frá stækkun að þessu sinni. Rétt skal vera rétt. Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi og skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frambjóðandi í Suðurkjördæmi og sitjandi varamaður formanns stjórnar Vatnajökulþjóðgarðs, tjáði sig á facebook síðu sinni í gærkvöldi um störf umhverfis-og auðlindaráðherra. Afar athyglisverð færsla að ekki sé meira sagt. Fyrir það fyrsta má ráða af skrifum Vilhjálms að hann telji að umhverfisráðherra hefði átt að draga sig í hlé og hætta að sinna vinnu sinni eftir að þing hætti í sumar. Skilin á milli ráðherra og óbreyttra þingmanna koma glöggt í ljós við þessar aðstæður. Þingmenn geta frá þingslitum til kosninga rásað um kjördæmi og netheima og þyrlað ryki í augu kjósenda í von um endurkjör til alþingis. Ráðherrar þurfa hins vegar að vinna til loka síns umboðs, sem stendur til kosninga. Það þætti líklega óábyrgt og skylt við leti ef heilbrigðisráðherra t.d. léti reka á reiðanum frá þingslitum og fram að kosningum. Ráðherrar ríkistjórnar útenda því sinn vinnutíma og í í þessu tilfelli undir gildandi stjórnarsáttmála þriggja flokka, þ.á.m. Sjálfstæðisflokks. Orðrétt um vinnu umhverfis- og auðlindaráðherra segir Vilhjálmur m.a.„Það stenst engin lög að friðlýsa heilu vatnasvæðin á grundvelli rammaáætlunar. Alþingi þarf að skilgreina þau svæði nákvæmlega sem á að friðlýsa skv. Rammaáætlun og það hefur ekki verið gert“Vilhjálmur er með BA próf í lögfræði samkvæmt Alþingisvefnum, en hann er fráleitt eina lögfræðimenntaða manneskjan á Íslandi. Kollegar hans starfa m.a. í Umhverfis- og aulindaráðuneytinu, með ráðherra, og túlka því greinilega lög um Rammaáætlun eitthvað öðruvísi en Vilhjálmur. Lögin kveða m.a. á um það að virkjanahugmyndir sem falla í verndarflokk fari í beinu framhaldi í friðlýsingu. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en lögboðnar friðlýsingar á grundvelli hans hafa setið á hakanum þar til Guðmundur Ingi Guðbrandsson settist í stól umhverfis- og aulindaráðherra eftir kosningar 2017. Veganesti þessa ráðherra VG stendur skrifað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Sérstök áhersla verður lögð á friðlýsingar kosta í verndarflokki Rammaáætlunar.“ Guðmundur Ingi hefur unnið hratt niður bunka ófullgerðra friðlýsinga, og gert það samkvæmt lögum um Rammaáætlun, ekki eigin geðþótta. Þriðji áfangi Rammaáætlunar hefur ekki enn verið staðfestur af Alþingi og því er ekki verið að vinna samkvæmt honum. Moldin byrjar þó fyrst verulega að rjúka í logninu í færslu Vilhjálms þegar hann,varamaður formanns Vatnajökulsþjóðgarðs, beinir skrifum að stækkun þjóðgarðsins. Hann segir: „Þá er ólöglegt að stækka Vatnajökulsþjóðgarð án alls samráðs við sveitarstjórnir í nágrenninu,eðlilegs undirbúnings innan stjórnsýslunnar með kostnaðarmati, hnitsettum kortum og að ég tali nú ekki um að klára frágang og fjármögnun á fyrri stækkunum“ Látum það fljóta að maður í hans stöðu virðist ekki hafa metnað fyrir því að þjóðgarðar stækkiog færi út starfssemi sína. Alvarlegri eru dylgjur um að umhverfis- og auðlindaráðherra reyni að stækka þjóðgarð án samráðs við sveitarstjórnir. Að óreyndu hefði kona haldið að maður með svo langa stjórnarsetu innan þjóðgarðsins þekkti betur hið dreifða stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs. En vonin um nokkur atkvæði fólks sem hræðist þjóðgarða vegur greinilega þyngra en sannleikurinn. Það rétta er að umhverfis- og auðlindaráðherra bauð á þessu ári sveitarfélögum sem þegar hafa góða reynslu af Vatnajökulsþjóðgarði að stækka hann frekar á þjóðlendum innan sveitarfélagsins. Ákvörðunin um að fara í þetta samtal var alfarið í höndum viðkomandi sveitarstjórna. Þjóðgarðsverðir svæðanna unnu faglegt kostnaðarmat vegna mögulegrar stækkunar þjóðgarðsins, sem starfsfólk Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins lagði svo blessun sína yfir. Starfsfólk ráðuneytisins aðstoðaði einnig við að teikna hugmyndir sveitarfélaganna að útmörkum inn á kort. Þær línur sem þar var unnið með, s.s. sveitarfélagamörk, þjóðlendumörk, hálendislína og mörk biðflokkskosta skv. Rammaáætlun eru þegar til á hnitsettum kortum. Ekki telst útilokað að Vilhjálmur hafi, við vinnu sína einhvern tíma barið slík kort augum og ætti því að renna í grun um tilvist þeirra og notkunarmöguleika. Sveitarfélagið Hornafjörður ákvað á fundi sínum í ágúst að taka undir fyrri ályktun bæjarráðs Hornafjarðar að stækka þjóðgarðinn innan sveitarfélagsins og er sá gjörningur afstaðinn. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hélt kynningarfundi fyrir fjallskilanefndir og íbúa og á þeim fundum sá starfsfólk Umhverfisráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs um kynningar á stækkunarhugmyndum og svöruðu spurningum. Það gerðu þau að ósk meirihluta sveitarstjórnar Skaftárhrepps, okkar sveitarstjórnarkvenna sem sáum í þessu mikil tækifæri. Á þessum fundum kom hins vegar fram að íbúum Skaftárhrepps hugnaðist ekki stækkun þjóðgarðins að þessu sinni. Íbúarnir voru því ekki í einhverri glímu við ráðherra, eins og gefið hefur verið í skyn. Vilji íbúanna hafði hins vegar þau áhrif á afstöðu sveitarstjórnar að fallið var frá stækkun að þessu sinni. Rétt skal vera rétt. Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi og skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun