Einn flokkur hlustar best á eldri borgara Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. september 2021 07:46 Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eldri borgarar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun