Fréttablaðið leiðrétt Einar S. Hálfdánarson skrifar 22. september 2021 17:16 Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Íslenska krónan Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun