Váhrifaskvaldrar, samfélagsbítar og égarar Lárus Jón Guðmundsson skrifar 22. september 2021 08:31 Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Sjá meira
Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun