Styrkari heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. september 2021 15:15 Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Með auknu fjármagni er mögulegt að veita enn betri þjónustu til handa íbúum umdæmisins. Einnig er unnið að stofnun liðskiptaseturs við HVE á Akranesi, sem verður bylting í þjónustu við fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda. Heilbrigðisstofnunin HVE hefur lagt áherslu á mönnun þjónustunnar og nýliðun starfsfólks, en mönnun er stöðug áskorun á landsbyggðinni. Þá hefur mikilvægi þess að bæta tækjabúnað, vinnuaðstæður og aðbúnað starfsmanna og sjúklinga verið í forgangi. Kjarnastarfsemi HVE skiptist í þrjá flokka eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Sjúkradeildir eru á sjúkrahúsum HVE á Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunardeildir á Hólmavík og Hvammstanga. Á sjúkrahúsinu á Akranesi, sem er umdæmissjúkrahús Vesturlands, eruþrjár legudeildir, þ.e. lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þar er rekin öflug skurð- og svæfingadeild auk slysa- og bráðamóttöku. Á Akranesi starfa ásamt öðru starfsfólki 16 sérfræðilæknar sem flestir sinna jafnframt göngudeildarþjónustu, en sú sérfræðiþjónusta styrkir þjónustu við íbúana verulega. Heilsugæslustöðvar sem HVE rekur eru á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólmi, og heilsugæslusel er á Reykhólum. Framkvæmdir og liðskiptasetur Unnið hefur verið að heildarendurbótum á handlækninga- og lyflækningadeild á HVE á Akranesi, en þær framkvæmdir hófust í júní á þessu ári, og endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi eru í gangi. Bygging sjúkrabílamóttöku við HVE á Akranesi er einnig í gangi. Þá standa framkvæmdir vegna opnunar liðskiptaseturs við HVE á Akranesi yfir, en þar verður skurðstofa þar sem eingöngu verða gerðar liðskiptaaðgerðir. Gert er ráð fyrir að liðskiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Með tilkomu liðskiptasetursins er stefnt að varanlegri árlegri fjölgun liðskiptaaðgerða sem nemur um 260 aðgerðum á ári. Vegna Covid-19 hafa aðgerðir síðustu misseri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur einnig verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tímabundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að ný skurðstofa verði tilbúin í upphafi árs 2022. Geðheilbrigðisþjónusta Árið 2017 var stöðugildi sálfræðings í heilsugæslunni 1,25, en með stofnun geðheilsuteymis fjölgaði stöðugildunum í 4. Í geðheilsuteyminu er einnig starfandi geðlæknir og tveir geðhjúkrunarfræðingar í hlutastarfi. Það skiptir miklu máli að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu hafi verið styrkt. Endurnýjun tækja Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að stór áfangi hefur náðst í kaupum á nýjum tækjabúnaði hjá HVE, sérsérstaklega á sjúkrasviði þar sem uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun var orðin mikil og sum tæki orðin meira en 20 ára. Röntgentæki voru til dæmis keypt á myndgreiningardeild HVE á Akranesi og á heilsugæslustöð HVE í Stykkishólm. Þessi kaup minnka einnig þörf fyrir viðgerðir gamalla tækja, sem skiptir miklu fyrir rekstur HVE. Sjúkraflutningar Á síðasta ári fékk stofnunin fjóra nýja sjúkrabíla til umráða en þeir eru staðsettir á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík og í Stykkishólmi. Von er á þremur nýjum bílum á næstunni en samtals eru 16 sjúkrabílar í rekstri innan starfssvæðisins. Aldraðir og endurhæfing Nú eru í gangi framkvæmdir vegna 18 rýma hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð á HVE á Stykkishólmi, og endurbætur á neðri hæðum hússins. Rýmum í heilbrigðisumdæminu mun ekki fjölga vegna þeirrar framkvæmdar, en aðbúnaður batna mjög. Verklok vegna þessa eru áætluð í apríl 2022. Í Stykkishólmi er nú rekin 5 daga sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum en sú meðferð stendur öllum landsmönnum til boða. Fagteymi deildarinnar á gott samstarf við sérfræðilækna í Reykjavík um fjarlæknisþjónustu, sprautumeðferðir og fræðslu við skjólstæðinga deildarinnar. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem HVE gegnir mikilvægu hlutverki varðandi framkvæmd liðskiptaaðgerða á landsvísu. Samvinna stofnana skilar sér þannig í enn betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðisstofnun Vesturlands Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu árið 2020 18.750 manns og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sinnir almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu í umdæminu. Fjármagn til HVE hefur á kjörtímabilinu, þ.e. árunum 2017-2021, aukist um 12,5% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Með auknu fjármagni er mögulegt að veita enn betri þjónustu til handa íbúum umdæmisins. Einnig er unnið að stofnun liðskiptaseturs við HVE á Akranesi, sem verður bylting í þjónustu við fólk sem þarf á slíkum aðgerðum að halda. Heilbrigðisstofnunin HVE hefur lagt áherslu á mönnun þjónustunnar og nýliðun starfsfólks, en mönnun er stöðug áskorun á landsbyggðinni. Þá hefur mikilvægi þess að bæta tækjabúnað, vinnuaðstæður og aðbúnað starfsmanna og sjúklinga verið í forgangi. Kjarnastarfsemi HVE skiptist í þrjá flokka eftir meginviðfangsefnum; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Sjúkradeildir eru á sjúkrahúsum HVE á Akranesi og í Stykkishólmi og hjúkrunardeildir á Hólmavík og Hvammstanga. Á sjúkrahúsinu á Akranesi, sem er umdæmissjúkrahús Vesturlands, eruþrjár legudeildir, þ.e. lyflækningadeild, handlækningadeild og kvennadeild. Þar er rekin öflug skurð- og svæfingadeild auk slysa- og bráðamóttöku. Á Akranesi starfa ásamt öðru starfsfólki 16 sérfræðilæknar sem flestir sinna jafnframt göngudeildarþjónustu, en sú sérfræðiþjónusta styrkir þjónustu við íbúana verulega. Heilsugæslustöðvar sem HVE rekur eru á Akranesi, Borgarnesi, Búðardal, Grundarfirði, Hólmavík, Hvammstanga, Ólafsvík og Stykkishólmi, og heilsugæslusel er á Reykhólum. Framkvæmdir og liðskiptasetur Unnið hefur verið að heildarendurbótum á handlækninga- og lyflækningadeild á HVE á Akranesi, en þær framkvæmdir hófust í júní á þessu ári, og endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi eru í gangi. Bygging sjúkrabílamóttöku við HVE á Akranesi er einnig í gangi. Þá standa framkvæmdir vegna opnunar liðskiptaseturs við HVE á Akranesi yfir, en þar verður skurðstofa þar sem eingöngu verða gerðar liðskiptaaðgerðir. Gert er ráð fyrir að liðskiptasetrið taki að fullu til starfa í mars á næsta ári. Með tilkomu liðskiptasetursins er stefnt að varanlegri árlegri fjölgun liðskiptaaðgerða sem nemur um 260 aðgerðum á ári. Vegna Covid-19 hafa aðgerðir síðustu misseri verið nokkru færri en að jafnaði. Því hefur einnig verið ákveðið að ráðast í sérstakt átak til 12 mánaða til að fjölga aðgerðum enn frekar tímabundið og stytta biðlista. Í því átaki er gert ráð fyrir að gerðar verði um 300 liðskiptaaðgerðir sem koma til viðbótar þeirri fjölgun sem leiðir af opnun liðskiptasetursins á Akranesi. Gert er ráð fyrir því að ný skurðstofa verði tilbúin í upphafi árs 2022. Geðheilbrigðisþjónusta Árið 2017 var stöðugildi sálfræðings í heilsugæslunni 1,25, en með stofnun geðheilsuteymis fjölgaði stöðugildunum í 4. Í geðheilsuteyminu er einnig starfandi geðlæknir og tveir geðhjúkrunarfræðingar í hlutastarfi. Það skiptir miklu máli að geðheilbrigðisþjónusta á svæðinu hafi verið styrkt. Endurnýjun tækja Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. Þessi aukning á fjármagni hefur gert það að verkum að stór áfangi hefur náðst í kaupum á nýjum tækjabúnaði hjá HVE, sérsérstaklega á sjúkrasviði þar sem uppsöfnuð þörf fyrir endurnýjun var orðin mikil og sum tæki orðin meira en 20 ára. Röntgentæki voru til dæmis keypt á myndgreiningardeild HVE á Akranesi og á heilsugæslustöð HVE í Stykkishólm. Þessi kaup minnka einnig þörf fyrir viðgerðir gamalla tækja, sem skiptir miklu fyrir rekstur HVE. Sjúkraflutningar Á síðasta ári fékk stofnunin fjóra nýja sjúkrabíla til umráða en þeir eru staðsettir á Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík og í Stykkishólmi. Von er á þremur nýjum bílum á næstunni en samtals eru 16 sjúkrabílar í rekstri innan starfssvæðisins. Aldraðir og endurhæfing Nú eru í gangi framkvæmdir vegna 18 rýma hjúkrunarheimilis á 2. og 3. hæð á HVE á Stykkishólmi, og endurbætur á neðri hæðum hússins. Rýmum í heilbrigðisumdæminu mun ekki fjölga vegna þeirrar framkvæmdar, en aðbúnaður batna mjög. Verklok vegna þessa eru áætluð í apríl 2022. Í Stykkishólmi er nú rekin 5 daga sérhæfð endurhæfingardeild sem sinnir meðferð við háls- og bakverkjum en sú meðferð stendur öllum landsmönnum til boða. Fagteymi deildarinnar á gott samstarf við sérfræðilækna í Reykjavík um fjarlæknisþjónustu, sprautumeðferðir og fræðslu við skjólstæðinga deildarinnar. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Vesturlandi verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem HVE gegnir mikilvægu hlutverki varðandi framkvæmd liðskiptaaðgerða á landsvísu. Samvinna stofnana skilar sér þannig í enn betri heilbrigðisþjónustu fyrir öll. Höfundur er heilbrigðisráðherra og skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar