Treystum foreldrum – 12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 21. september 2021 14:30 Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun