Gefum milljarða! Friðjón Friðjónsson skrifar 21. september 2021 11:30 Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Utanríkismál Friðjón Friðjónsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun