Hvar er heimilislæknirinn minn? Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 20. september 2021 09:30 Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Suðurkjördæmi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan. Nýbúinn sér fljótt að best er að halda sem fastast í sinn gamla heimilislækni, þrátt fyrir að hann sé staðsettur í öðru sveitarfélagi og það muni taka að minnsta kosti 50 mínútur að komast til hans. Þetta geri fjöldi fólks sem annað hvort heldur í sinn gamla lækni eða leitar á náðir einkarekinna heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu. Hvers vegna?Það er ekki vegna þess að læknar og heilbrigðisstarfsfólk á Suðurnesjunum sé svona vanhæft og slæmt. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að við á Suðurnesjunum höfum verið svelt af ríkinu þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta fjársvelti veldur því að ómögulegt er fyrir heilsugæsluna að sinna þessu ört vaxandi svæði sem skyldi. Fjársveltið hefur þær afleiðingar í för með sér að við á Suðurnesjunum erum orðin skólabókardæmi um þann vítahring sem getur skapast við þessar aðstæður. Nú korter í kosningar þeysast núverandi ráðherrar fram á völlinn og dásama hversu stórkostlega hluti þeir hafa gert fyrir heilsugæslu hér á svæðinu. Við, íbúarnir, finnum ekki fyrir því og eins og sjá má mun ný bygging ekki leysa allan vandann.Suðurnesin eru ekki eina dæmið um þetta ástand, heldur það sem stendur mér næst, þetta dæmi má heimfæra á landsbyggðina alla. Oftar en ekki er mönnun heilbrigðisstofnana í lágmarki á meðan fjöldi skjólstæðinga er í hámarki, sem veldur því að starfsumhverfið verður ómanneskjulegt og óboðlegt. Mikilvægi heimilislækna Það er öllum mikilvægt að hafa sinn eigin heimilislækni í heimabyggð. Lækni sem setur sig inn í mál skjólstæðinga sinna og tryggir samfellu í þjónustu. Lækni sem veit hvað hefur verið prófað og gerir plön fyrir næstu skref. Þekkir sögu skjólstæðinga sinna í þaula. Það er erfitt fyrir sjúklinga að ganga milli margra mismunandi lækna og heilbrigðisstofnanna og segja sögu sína endurtekið. Það eykur líkur á að meðferð við vandamálum verði ómarkviss og skjólstæðingar enda með að þurfa að meta sjálfir hvaða ólíku ráðum skuli fylgja. Þetta reynist fólki sérstaklega erfitt sem á ekki sterkt stuðningsnet, sem og þeim sem glíma við andleg veikindi. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks. Það eru skilaboðin sem við fáum en raunin er önnur, eins og við þekkjum mörg. Á heilsugæslunni á að geta farið fram teymisvinna um ákveðin mál, til að mynda með félagsþjónustu, sálfræðiþjónustu o.s.frv. Þannig er mögulegt að vinna að samþættingu þjónustu fyrir hvern einasta skjólstæðing. Þetta fyrirkomulag minnkar að sama skapi hættu á að mistök verði gerð. Sérfræðingar á mismunandi sviðum eru í samskiptum um meðferð hvers og eins og skjólstæðingar njóta þannig margþættrar þjónustu á einum stað í nærumhverfi sínu. Heimilislæknirinn er síðan eins og miðpunktur fyrir sjúklinga hvort sem er í samskiptum við sérfræðilækna eða aðra sérfræðinga. Þannig skapast öryggi og utanumhald um sjúklinginn. Í mörgum löndum, líkt og t.d. Danmörku gegna heimilislæknar lykilhlutverki í að halda utan um mál skjólstæðinga. Þeir fá upplýsingar frá öðrum stofnunum um komur skjólstæðinga sinna og geta því fljótt fengið yfirsýn yfir stöðu hvers og eins. Á Íslandi, hins vegar, þurfum við sjálf að passa upp á okkar mál. Við þurfum sjálf að vera milliliðar um samskipti milli sérfræðinga og heilbrigðisstofnana og í raun vera sérfræðingurinn í okkar málum. En fólk yfir höfuð er ekki sérfræðingar, heilbrigðisstarfsfólk o.s.frv. Við höfum engar faglegar forsendur til að taka á okkur þessa ábyrgð sérfræðinga. Við þekkjum þetta vandamál vel hér á Suðurnesjum. Hér er ómögulegt að fá sinn eigin heimilislækni. Einstaklingar neyðast til að leita til mismunandi lækna í hvert sinn, halda gömlum heimilislæknum sem ekki eru staðsettir í heimabyggð eða jafnvel leita til einkarekinna heilsugæsla, einnig á höfuðborgarsvæðinu. Óöryggið sem fylgir þessu er gríðarlegt, biðin eftir læknistíma löng og við höfum ekki hugmynd um hjá hvaða lækni við lendum. Þessi langa bið eftir tíma á heilsugæslunni veldur því gjarnan að við neyðumst til að panta tíma á síðdegisvaktinni. Sem þýðir að greiða þarf yfir 3.000 krónur fyrir læknisheimsóknina í stað 500 króna á dagvinnutíma. Eins getum við ekki stólað á að fá öll vottorð og grunnþjónustu sem við þurfum í heimabyggð eða þurfum við að bíða margar vikur og gera okkur bæjarferð til þess? En hvað er til ráða? Við þurfum að standa saman við að bæta orðspor HSS. Við þurfum að standa vörð um þann dýrmæta auð sem starfsfólk stofnunarinnar er. Þegar starfsfólki er boðið upp á ofurmannlegt álag er ekki spennandi að sækja um starf hjá stofnuninni. Sem dæmi má nefna hefur gengið erfiðlega að ráða til starfa sálfræðinga á stofnuninni. Launin eru lakari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir sálfræðingar landsins búa. Biðlistar lengjast og íbúar neyðast til að sækja þjónustuna annað. Sósíalistar gera skýra kröfu í komandi Alþingiskosningum, hún er einfaldlega sú að heilsugæsla í kjördæminu verði færð heim.Tryggja þarf að læknir sé á vakt í öllum helstu byggðakjörnum og að íbúar þurfi ekki að ferðast lengri leiðir til þess að sækja grunnþjónustu á heilsugæslu. Það þarf að taka skýra stefnu í mönnun heilbrigðisstofnana, með það að markmiði að álag, eitt og sér, komi ekki í veg fyrir að fólk ráði sig þar til starfa. Heilbrigðisstofnanir eiga að vera aðlaðandi vinnustaðir þar sem starfsfólki er gert kleift að veita skjólstæðingum sínum sem besta þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á þar að auki að vera gjaldfrjáls. Höfundur skipar fimmta sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun