Er fullreynt með fullveldið? Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. september 2021 13:30 Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar