Heppni Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 18. september 2021 23:30 Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar