Hvað eru 50% af engu? Sigþrúður Ármann skrifar 18. september 2021 07:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigþrúður Ármann Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar