Hefur sjálfsskaði tilgang? Agla Hjörvarsdóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir skrifa 17. september 2021 16:01 Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun