Fátækar fjölskyldur í menntakerfinu Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. september 2021 11:01 Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Félagsmál Hagsmunir stúdenta Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun