Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 16. september 2021 20:01 Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun