10 ár án réttinda Vífill Harðarson skrifar 17. september 2021 09:01 Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun