Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 14:29 Fyrsta skrefið í samstarfi Loftleiða, dótturfélags Icelandair, og Anmart Superior Travel eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi, en sagt var frá því á síðunni One Mile at a Time að Icelandair hafi sótt um heimild til bandaríska samgönguráðuneytisins að fljúga milli Orlando í Flórída og Kúbu. Ásdís Ýr segir fyrsta skrefið í því samstarfi Icelandair og Anmart Superior Travel séu einmitt þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. „Flugið passar vel við flugáætlun Icelandair til Orlando en venjulega þegar Icelandair flýgur frá Íslandi til Orlando stoppa vélarnar þar í um 22 klukkustundir áður en þær fljúga aftur heim og tengjast leiðakerfi félagsins á ný. Með því að skipuleggja flug frá Orlando til Havana í tengslum við þessi flug gefst tækifæri til að auka nýtingu flugvélanna, sem kemur sér vel á þessum tímum, og skapar mikilvægar tekjur fyrir samstæðuna. Loftleiðir hefur áður skipulagt verkefni í leiguflugi frá bæði Boston og Detroit til áfangastaða í karabíska hafinu fyrir aðrar bandarískar ferðaskrifstofur og hefur það gengið vel,“ segir Ásdís Ýr. Fimmtán flug til Suðurskautslandsins Ásdís Ýr segir að þessu til viðbótar þá hafi Loftleiðir einnig samið um fimmtán flug á milli Punta Arenas í Chile og Union Glacier á Suðurskautslandinu fyrir fólk sem ætlar meðal annars að ganga á Suðurpólinn. „Fyrir utan þetta eru einnig fyrirhugaðar tvær ferðir til Troll á Suðurskautslandinu fyrir rannsóknarstofnunina Norwegian Polar Institute. Þessi verkefni eru auðvitað háð því að aðstæður vegna Covid verði hagfelldar,“ segir Ásdís Ýr. Loftleiðir er dótturfélag Icelandair Group og sinnir leiguflugi og ráðgjöf til fyrirtækja í flugiðnaði alþjóðlega. Þessir starfsemi skapar fjölbreytt tækifæri og tekjur fyrir Icelandair Group til viðbótar við hefðbundna starfsemi félagsins í millilanda- og innanlandsflugi en flugvélar Icelandair eru nýttar í þessi verkefni og eru flugin í flestum tilfellum mönnuð áhöfnum félagsins. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Sjá meira
Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi, en sagt var frá því á síðunni One Mile at a Time að Icelandair hafi sótt um heimild til bandaríska samgönguráðuneytisins að fljúga milli Orlando í Flórída og Kúbu. Ásdís Ýr segir fyrsta skrefið í því samstarfi Icelandair og Anmart Superior Travel séu einmitt þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. „Flugið passar vel við flugáætlun Icelandair til Orlando en venjulega þegar Icelandair flýgur frá Íslandi til Orlando stoppa vélarnar þar í um 22 klukkustundir áður en þær fljúga aftur heim og tengjast leiðakerfi félagsins á ný. Með því að skipuleggja flug frá Orlando til Havana í tengslum við þessi flug gefst tækifæri til að auka nýtingu flugvélanna, sem kemur sér vel á þessum tímum, og skapar mikilvægar tekjur fyrir samstæðuna. Loftleiðir hefur áður skipulagt verkefni í leiguflugi frá bæði Boston og Detroit til áfangastaða í karabíska hafinu fyrir aðrar bandarískar ferðaskrifstofur og hefur það gengið vel,“ segir Ásdís Ýr. Fimmtán flug til Suðurskautslandsins Ásdís Ýr segir að þessu til viðbótar þá hafi Loftleiðir einnig samið um fimmtán flug á milli Punta Arenas í Chile og Union Glacier á Suðurskautslandinu fyrir fólk sem ætlar meðal annars að ganga á Suðurpólinn. „Fyrir utan þetta eru einnig fyrirhugaðar tvær ferðir til Troll á Suðurskautslandinu fyrir rannsóknarstofnunina Norwegian Polar Institute. Þessi verkefni eru auðvitað háð því að aðstæður vegna Covid verði hagfelldar,“ segir Ásdís Ýr. Loftleiðir er dótturfélag Icelandair Group og sinnir leiguflugi og ráðgjöf til fyrirtækja í flugiðnaði alþjóðlega. Þessir starfsemi skapar fjölbreytt tækifæri og tekjur fyrir Icelandair Group til viðbótar við hefðbundna starfsemi félagsins í millilanda- og innanlandsflugi en flugvélar Icelandair eru nýttar í þessi verkefni og eru flugin í flestum tilfellum mönnuð áhöfnum félagsins.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Sjá meira