Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 15. september 2021 16:02 Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun