Ekkert að gerast í loftslagsmálum Jónas Elíasson skrifar 15. september 2021 13:45 Staða loftslagsmála Staðan er mjög erfið. Búið er að spennan upp mikinn ótta og gríðarlegar væntingar hjá almenningi að stórkostlegur árangur sé innan seilingar í baráttunni gegn loftslagsvánni. Á sama tíma er nánast ekkert verið að gera til að ná markinu. Ísland er ekki eitt um þetta, nánast allur heimurnn tekur átt í þessu. ESB fer mikinn á þessum vettvangi, þeir náðu miklum árangri árin 1990 - 2000 því 1989 lagði Austurevrópa niður kommúnisma og í kjölfarið voru brúnkolin tekin út sem orkugjafi í raforkuvinnslu, en steinkol og olía sett í staðin. Ástandið lagaðist mikið við þetta, t.d. mælist varla brennisteinn í andrúmslofti í Evrópu lengur. En síðan hefur lítið skeð í hinum þróaða heimi en losun rokið upp í Kína og fleiri fátækum löndum. Staðan á Íslandi nú. Staðan er mjög góð. Ef tekið er tillit til þess hvað málmframleiðsla á Íslandi með hreinorku sparar heiminum mikla CO2 losun er Ísland í mínus. Samt sem áður telur ríkisstjórnin að hér sé útblástur á mann með því mesta sem gerist. Mest af því er bókfært á landnýtingu. Þetta er mjög ótrúlegt. En gegn þessu ætlar ríkisstjórnin að setja 46 MiaKr á 5 ára tímabili til að minnka CO2 losun með sérstakri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Því miður er engin von um árangur þarna. Helmingur, 23 MiaKr á að fara í Borgarlínu, strætó, göngu og hjólastíga. Ekkert af þessu virkar, Borgarlína eykur útblásturinn sjá samgongurfyriralla.com. Strætó eyðir 315 lítrum á ári á hvern farþega, nokkuð sama og lítill bíll notar til að koma eigandanum í vinnuna. Reiðhjól og gúmístígvél eru allra góðra gjalda verð, þau gera ekki mikið fyrir loftslagið. 14 MiaKr er varið til að auka notkun á rafbílum, en það er í gangi hvort eð er. Afgangurinn, um 9 á MiaKr að fara í landsgræðslu og skógrækt að mestu. Slík aðgerðaáætlun verður að teljast nafnbreyting á fjárlagaliðum frekar en sjálfstæð loftslagsverkefni. Sem sagt, aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar býður ekki uppá neina minnkun á CO2 losun næstu árin umfram það litla sem orðið hefði hvort eð er. Hver er hættan? Loftslagssaga síðustu 800.000 ára. Hættan vegna uppsöfnunar á CO2 er nokkuð þekkt. En loftslagsáhrifin eru með allmikið öðrum hætti en fólk gerir sér grein fyrir. Lítum á mynd 1. Hitinn á Suðurskautinu hefur fylgt CO2 innihaldi loftsins mjög vel eftir, síðastliðin 800.000 ár. Erfitt að sjá að vísu, hvað kemur á undan breyting í hita eða CO2. En þetta fylgist að, enginn vafi. Við erum á einum hitatoppnum, en þeir toppar líta bara ekki mjög ógnvekjandi út miðað við kuldaskeiðin, því þegar byrjar að kólna á annað borð kemur ísöld, en það þýðir að heimurinn norðan Alpafjalla er óbyggilegur að mestu og Ísland lendir undir kílómetra af ís. En staða CO2 í dag, „Current“ punkturinn á myndinni, er það sem skelfir heimsbyggina. En myndin segir þá sögu, að af tvennu illu, þá er þó betra að það hlýni en það kólni. Það eru a.m.k. 3 toppar (af 8) með hærri hita en það sem við erum að upplifa núna, og ekki fer sögum af neinum aldauða lífríkis þá. En samt, hættan er fyrir hendi. Hamfarahlýnun Mikið er talað um hamfarahlýnun í dag, en er eitthvað slíkt til í loftslagssögunni ? Svarið er já, hún er til, en hún var fyrir 53 milljónum ára og gerðist bara í þetta eina sinn. Þá hlýnaði heimurinn ekki um 4 gráður, sem er nokkuð algeng hitabreyting á mynd 1, jörðin hlýnaði um 14 gráður. 53 milljónir ára eru svo langt aftur í tímanum að erfitt er að búa til sannferðugar lýsingar af lífríki þess tíma. Eitt er þó vitað, þá voru krókódílar á Grænlandi og ekki er annað að sjá en þeir hafi haft það ágætt. En gera má ráð fyrir að miðbik jarðar hafi verið meira og minna óbyggilegt vegna hita. CO2 uppsöfnun CO2 er ekki mengun. Þetta er burðaefni lífsins á jörðinni, það ber kolefnið frá stöðum dauða og rotnunar til tillífunar og vaxtar í gegnum loftið, en þar veldur CO2 gróðurhúsaáhrifum og hlýnun. En annað efni, loftrakinn eða H2O, veldur miklu meiri gróðurhúsaáhrifum, þau eru 15-18 gráður alls, án þeirra væri jörðin óbyggileg. Samt hefur engum dottið í hug stjórna rakamagninu í loftinu, enda varla til neins að reyna það. En er þá hægt að stjórna magni CO2 í loftinu ? Allavega má koma í veg fyrir hina gríðarlegu losun sem fylgir kola- og olíubrennslu raforkuvinnslunnar, hún á sök á meiri hlutanum af þeirri uppsöfnun CO2 sem orðin er í loftinu. En miklu meira magn CO2, um 50 - 60 sinnum meira er uppsafnað í sjónum. Lífverur sem deyja í sjónum og sökkva til botns á miklu dýpi geta orðið að kola- og olíulögum framtíðarinnar. Líka gróðurleifar sem safnast fyrir í þykkum lögum á landi. En það er í sjónum sem úrslitin í uppsöfnun CO2 ráðast, en ekki á landi eða í lofti. Orkuskipti Iðnbyltingin er meir en 200 ára gömul og verið drifin áfram af kolum og olíu. Í stað sjálfsþurftarbúskapar er kominn vélvæddur landbúnaður og íbúatala jarðar hefur áttfaldast. Velsæld er orðin almenn, en það hefur fært okkur gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar. En má ekki hætta að brenna kolum og olíu ? Nei, þá stöðvast allar samgöngur og landbúnaðurinn. Helmingt jarðarbúa deyr tilölulega fljótlega úr hungri og hinn helmingurinn er að veslast upp þann tíma sem það tekur að komast aftur í sjálfsþurftarbúskap. Við getum ekki hætt við olíuna frá degi til dags, það þarf orkuskipti. Það mundi nægja að breyta raforkuvinnslunni yfir á hreinorku, og er reyndar það eina sem virkar. En þar er ekki nema eitt sem getur komið í staðin, kjarnorka, önnur hreinorka er ekki til vinnanlegu magni sem nægir. Ýmis ríki eru að reyna að koma upp kjarnorkuverum, en andstaða náttúruverndarsamtaka er mikil og ekki að sjá að það breytist í náinni framtíð. Aðgerðaáætlanir Aðgerðaáætlanir flestra ríkja ganga út á virkjun vatns- og vindorku, en andstaðan er mikil þar líka. Vindmyllur eru vart leyfðar á landi lengur, aðeins úti í sjó. Vatnsafl, hreinasta orkan sem hægt er að fá, mætir en meiri andstöðu. Íslendingar gætu boðið erlendum fyrirtækjum að flytja til landsins framleiðsluna og fá hér hreina orku, en gegn þessu er veruleg andstaða þó nokkrar málmbræðslur séu þegar komnar og reynslan af þeim góð. Samkvæmt aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum skal verja 23 MiaKr í Borgarlínu, síðan 14 í rafbílastyrki og „annað“ sem líklega er landgræðsla og skógrækt fær 9. Ekkert af þessu breytir neinu fyrir loftslagið og það gera aðgerðaáætlanir annara ríkja ekki heldur. Sem dæmi má nefna, að rafbílarnir gera vart meira en vinna upp þá aukningu í losun sem þegar er orðin vegna umferðartafanna í Reykjavík, og það gerist ekki fyrr en tala rafbíla hefur margfaldast frá því sem nú er. Svo má gera þá athugasemd að Rvk lét hanna Borgarlínu með stórum rafmagnsvögnum en skýrsla með frumdrögum var ekki komin út þegar borgin vék sér undan því og sagðist ætla að nota gömlu vagnana áfram „fyrst um sinn“. Meðan svo er eykur Borgarlínan CO2 losun en minnkar hana ekki. Líkleg þróun Ýmislegt hefur áunnist á hliðarlínunni. Vélar, sérstaklega bílvélar, nota meira en helmingi minni olíu en þær gerðu fyrir 50 árum. Áætlun um að setja raforkuna í Evrópu og USA á kjarnorku fyrir 20 - 30 árum var stöðvuð, en þetta hefði orðið stærsta átakið. Hefði það verið gert þá væri raforka Kína og Indlands líka á kjarnorku og loftslagsvandamálið ekki til í dag. Eins og sjá má á myndinni er lofthitinn búinn að sveiflast uppp og niður um 2 gráður síðan á síðustu ísöld fyrir um 10.000 árum. Hitasveiflur sem lesa má úr ískjörnum hér á landi eru svipaðar, en aðeins minni. Ef myndin er skoðuð nánar kemur eftirfarandi í ljós: Ef hitinn eltir CO2 innihald loftsins upp í núverandi stöðu hitnar um 11°. Núverandi hlýskeið hefur staðið lengur en gerst hefur undanfarin 300.000 ár. Ef heimurinn kólnar um 3 - 4 gráður frá því sem er nú, er ísöld að koma. Í næstu ísöld er líklegt að heimurinn kólni um 10 - 12°. Svo hamfarahlýnun er alveg möguleiki, þó fordæmalaus sé í 52 milljón ár. En hamfarakólnun, þ.e. ísöld verður að teljast a.m.k. jafn líkleg, og hugsanlega líklegri þegar það er skoðað að ísöld hefur komið á 80 - 100.000 ára fresti og nú er kominnn tími á þá næstu. Allavega, stöðugt loftslag virðist ekki í boði, hitinn hlýtur að breytast upp eða niður. Hvað viljum við? Margir norskir stjórnmálamenn vilja að landið hætti olíuvinnslu, það mun kæta Rússa og Araba verulega ef þeir gera það. Ný skógrækt hingað og þangað dugir ekkert. Það þarf nýjan skóg á stærð við Sahara til að gera einhvern mun. Loftslagsáróðurinn er farinn að auka vanlíðan, sérstaklega hjá ungu fólki, því nú dynja á fólki áskoranir um að henda ekki mat, flokka rusl, nota minna plast og ýmislegt í þessum dúr, og heimsendi hótað ef þetta er ekki gert. Allt eru þetta góðir og gegnir mannasiðir en gera ekkert fyrir loftslagið. Aðgerðaáætlanir erlendra ríkisstjórna gera það ekki heldur, þær eru meira og minna eins og sú íslenska, breytt er um nafn á útgjaldaliðum hins opinbera en olíunotkunin er látin óáreitt. Ríkisstjórnirnar virðast ætla að nota loftslagsvandann til að skapa sér nýja skattstofna í formi tafagjalda (líka kallað flýtigjöld) og kolefnisskatta. Slíkt mun ýta undir verðbólgu, en gerir fátt annað. Það er pólitískur misskilningur að verðhækkanir á olíu leiði bara til minni notkunar, menn munu ekki kalla yfir sig orkuskort í líkingu við það sem var í olíukreppunum gömlu og meðan heurinn hefur ekki annað en olíu verður olía notuð þó dýr sé. Orkuskipti eru því nauðsynleg, en ekkert á dagskrá, pólitískir mótmælendur og umherfissinnar sjá fyrir því. Rafmagnsbílar eru góðir hér, en gera bara illt verra þar sem rafmagn er framleitt með olíu hvort eða er, vegna þessa er langt í að stórir atvinnubílar komist á rafmagn. Að breyta strætó yfir á rafmagn er búið að standa til hér á landi í mörg ár og gengur hægt þó strætisvagnar á rafmagni séu til. Þessir tveir nýir tekjustofnar sem eru að myndast handa ríkinu er það eina sem er að gerast. Það sem væri hægt að gera hér á landi er t.d.: Virkja meira vatnsafl og jarðvarma til iðnaðar. Stórauka ylrækt á hágæða matvöru til útflutnings. Hanna og smíða fiskiskip sem ganga fyrir rafmagni. Vinna að flutningabílum með útskiftanlegum rafgeymum. Ekki sérlega frumlegt, en virkar. Og ef vel tekst til mun olíunotkun landsins stórminnka. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Staða loftslagsmála Staðan er mjög erfið. Búið er að spennan upp mikinn ótta og gríðarlegar væntingar hjá almenningi að stórkostlegur árangur sé innan seilingar í baráttunni gegn loftslagsvánni. Á sama tíma er nánast ekkert verið að gera til að ná markinu. Ísland er ekki eitt um þetta, nánast allur heimurnn tekur átt í þessu. ESB fer mikinn á þessum vettvangi, þeir náðu miklum árangri árin 1990 - 2000 því 1989 lagði Austurevrópa niður kommúnisma og í kjölfarið voru brúnkolin tekin út sem orkugjafi í raforkuvinnslu, en steinkol og olía sett í staðin. Ástandið lagaðist mikið við þetta, t.d. mælist varla brennisteinn í andrúmslofti í Evrópu lengur. En síðan hefur lítið skeð í hinum þróaða heimi en losun rokið upp í Kína og fleiri fátækum löndum. Staðan á Íslandi nú. Staðan er mjög góð. Ef tekið er tillit til þess hvað málmframleiðsla á Íslandi með hreinorku sparar heiminum mikla CO2 losun er Ísland í mínus. Samt sem áður telur ríkisstjórnin að hér sé útblástur á mann með því mesta sem gerist. Mest af því er bókfært á landnýtingu. Þetta er mjög ótrúlegt. En gegn þessu ætlar ríkisstjórnin að setja 46 MiaKr á 5 ára tímabili til að minnka CO2 losun með sérstakri „Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Því miður er engin von um árangur þarna. Helmingur, 23 MiaKr á að fara í Borgarlínu, strætó, göngu og hjólastíga. Ekkert af þessu virkar, Borgarlína eykur útblásturinn sjá samgongurfyriralla.com. Strætó eyðir 315 lítrum á ári á hvern farþega, nokkuð sama og lítill bíll notar til að koma eigandanum í vinnuna. Reiðhjól og gúmístígvél eru allra góðra gjalda verð, þau gera ekki mikið fyrir loftslagið. 14 MiaKr er varið til að auka notkun á rafbílum, en það er í gangi hvort eð er. Afgangurinn, um 9 á MiaKr að fara í landsgræðslu og skógrækt að mestu. Slík aðgerðaáætlun verður að teljast nafnbreyting á fjárlagaliðum frekar en sjálfstæð loftslagsverkefni. Sem sagt, aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar býður ekki uppá neina minnkun á CO2 losun næstu árin umfram það litla sem orðið hefði hvort eð er. Hver er hættan? Loftslagssaga síðustu 800.000 ára. Hættan vegna uppsöfnunar á CO2 er nokkuð þekkt. En loftslagsáhrifin eru með allmikið öðrum hætti en fólk gerir sér grein fyrir. Lítum á mynd 1. Hitinn á Suðurskautinu hefur fylgt CO2 innihaldi loftsins mjög vel eftir, síðastliðin 800.000 ár. Erfitt að sjá að vísu, hvað kemur á undan breyting í hita eða CO2. En þetta fylgist að, enginn vafi. Við erum á einum hitatoppnum, en þeir toppar líta bara ekki mjög ógnvekjandi út miðað við kuldaskeiðin, því þegar byrjar að kólna á annað borð kemur ísöld, en það þýðir að heimurinn norðan Alpafjalla er óbyggilegur að mestu og Ísland lendir undir kílómetra af ís. En staða CO2 í dag, „Current“ punkturinn á myndinni, er það sem skelfir heimsbyggina. En myndin segir þá sögu, að af tvennu illu, þá er þó betra að það hlýni en það kólni. Það eru a.m.k. 3 toppar (af 8) með hærri hita en það sem við erum að upplifa núna, og ekki fer sögum af neinum aldauða lífríkis þá. En samt, hættan er fyrir hendi. Hamfarahlýnun Mikið er talað um hamfarahlýnun í dag, en er eitthvað slíkt til í loftslagssögunni ? Svarið er já, hún er til, en hún var fyrir 53 milljónum ára og gerðist bara í þetta eina sinn. Þá hlýnaði heimurinn ekki um 4 gráður, sem er nokkuð algeng hitabreyting á mynd 1, jörðin hlýnaði um 14 gráður. 53 milljónir ára eru svo langt aftur í tímanum að erfitt er að búa til sannferðugar lýsingar af lífríki þess tíma. Eitt er þó vitað, þá voru krókódílar á Grænlandi og ekki er annað að sjá en þeir hafi haft það ágætt. En gera má ráð fyrir að miðbik jarðar hafi verið meira og minna óbyggilegt vegna hita. CO2 uppsöfnun CO2 er ekki mengun. Þetta er burðaefni lífsins á jörðinni, það ber kolefnið frá stöðum dauða og rotnunar til tillífunar og vaxtar í gegnum loftið, en þar veldur CO2 gróðurhúsaáhrifum og hlýnun. En annað efni, loftrakinn eða H2O, veldur miklu meiri gróðurhúsaáhrifum, þau eru 15-18 gráður alls, án þeirra væri jörðin óbyggileg. Samt hefur engum dottið í hug stjórna rakamagninu í loftinu, enda varla til neins að reyna það. En er þá hægt að stjórna magni CO2 í loftinu ? Allavega má koma í veg fyrir hina gríðarlegu losun sem fylgir kola- og olíubrennslu raforkuvinnslunnar, hún á sök á meiri hlutanum af þeirri uppsöfnun CO2 sem orðin er í loftinu. En miklu meira magn CO2, um 50 - 60 sinnum meira er uppsafnað í sjónum. Lífverur sem deyja í sjónum og sökkva til botns á miklu dýpi geta orðið að kola- og olíulögum framtíðarinnar. Líka gróðurleifar sem safnast fyrir í þykkum lögum á landi. En það er í sjónum sem úrslitin í uppsöfnun CO2 ráðast, en ekki á landi eða í lofti. Orkuskipti Iðnbyltingin er meir en 200 ára gömul og verið drifin áfram af kolum og olíu. Í stað sjálfsþurftarbúskapar er kominn vélvæddur landbúnaður og íbúatala jarðar hefur áttfaldast. Velsæld er orðin almenn, en það hefur fært okkur gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar. En má ekki hætta að brenna kolum og olíu ? Nei, þá stöðvast allar samgöngur og landbúnaðurinn. Helmingt jarðarbúa deyr tilölulega fljótlega úr hungri og hinn helmingurinn er að veslast upp þann tíma sem það tekur að komast aftur í sjálfsþurftarbúskap. Við getum ekki hætt við olíuna frá degi til dags, það þarf orkuskipti. Það mundi nægja að breyta raforkuvinnslunni yfir á hreinorku, og er reyndar það eina sem virkar. En þar er ekki nema eitt sem getur komið í staðin, kjarnorka, önnur hreinorka er ekki til vinnanlegu magni sem nægir. Ýmis ríki eru að reyna að koma upp kjarnorkuverum, en andstaða náttúruverndarsamtaka er mikil og ekki að sjá að það breytist í náinni framtíð. Aðgerðaáætlanir Aðgerðaáætlanir flestra ríkja ganga út á virkjun vatns- og vindorku, en andstaðan er mikil þar líka. Vindmyllur eru vart leyfðar á landi lengur, aðeins úti í sjó. Vatnsafl, hreinasta orkan sem hægt er að fá, mætir en meiri andstöðu. Íslendingar gætu boðið erlendum fyrirtækjum að flytja til landsins framleiðsluna og fá hér hreina orku, en gegn þessu er veruleg andstaða þó nokkrar málmbræðslur séu þegar komnar og reynslan af þeim góð. Samkvæmt aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum skal verja 23 MiaKr í Borgarlínu, síðan 14 í rafbílastyrki og „annað“ sem líklega er landgræðsla og skógrækt fær 9. Ekkert af þessu breytir neinu fyrir loftslagið og það gera aðgerðaáætlanir annara ríkja ekki heldur. Sem dæmi má nefna, að rafbílarnir gera vart meira en vinna upp þá aukningu í losun sem þegar er orðin vegna umferðartafanna í Reykjavík, og það gerist ekki fyrr en tala rafbíla hefur margfaldast frá því sem nú er. Svo má gera þá athugasemd að Rvk lét hanna Borgarlínu með stórum rafmagnsvögnum en skýrsla með frumdrögum var ekki komin út þegar borgin vék sér undan því og sagðist ætla að nota gömlu vagnana áfram „fyrst um sinn“. Meðan svo er eykur Borgarlínan CO2 losun en minnkar hana ekki. Líkleg þróun Ýmislegt hefur áunnist á hliðarlínunni. Vélar, sérstaklega bílvélar, nota meira en helmingi minni olíu en þær gerðu fyrir 50 árum. Áætlun um að setja raforkuna í Evrópu og USA á kjarnorku fyrir 20 - 30 árum var stöðvuð, en þetta hefði orðið stærsta átakið. Hefði það verið gert þá væri raforka Kína og Indlands líka á kjarnorku og loftslagsvandamálið ekki til í dag. Eins og sjá má á myndinni er lofthitinn búinn að sveiflast uppp og niður um 2 gráður síðan á síðustu ísöld fyrir um 10.000 árum. Hitasveiflur sem lesa má úr ískjörnum hér á landi eru svipaðar, en aðeins minni. Ef myndin er skoðuð nánar kemur eftirfarandi í ljós: Ef hitinn eltir CO2 innihald loftsins upp í núverandi stöðu hitnar um 11°. Núverandi hlýskeið hefur staðið lengur en gerst hefur undanfarin 300.000 ár. Ef heimurinn kólnar um 3 - 4 gráður frá því sem er nú, er ísöld að koma. Í næstu ísöld er líklegt að heimurinn kólni um 10 - 12°. Svo hamfarahlýnun er alveg möguleiki, þó fordæmalaus sé í 52 milljón ár. En hamfarakólnun, þ.e. ísöld verður að teljast a.m.k. jafn líkleg, og hugsanlega líklegri þegar það er skoðað að ísöld hefur komið á 80 - 100.000 ára fresti og nú er kominnn tími á þá næstu. Allavega, stöðugt loftslag virðist ekki í boði, hitinn hlýtur að breytast upp eða niður. Hvað viljum við? Margir norskir stjórnmálamenn vilja að landið hætti olíuvinnslu, það mun kæta Rússa og Araba verulega ef þeir gera það. Ný skógrækt hingað og þangað dugir ekkert. Það þarf nýjan skóg á stærð við Sahara til að gera einhvern mun. Loftslagsáróðurinn er farinn að auka vanlíðan, sérstaklega hjá ungu fólki, því nú dynja á fólki áskoranir um að henda ekki mat, flokka rusl, nota minna plast og ýmislegt í þessum dúr, og heimsendi hótað ef þetta er ekki gert. Allt eru þetta góðir og gegnir mannasiðir en gera ekkert fyrir loftslagið. Aðgerðaáætlanir erlendra ríkisstjórna gera það ekki heldur, þær eru meira og minna eins og sú íslenska, breytt er um nafn á útgjaldaliðum hins opinbera en olíunotkunin er látin óáreitt. Ríkisstjórnirnar virðast ætla að nota loftslagsvandann til að skapa sér nýja skattstofna í formi tafagjalda (líka kallað flýtigjöld) og kolefnisskatta. Slíkt mun ýta undir verðbólgu, en gerir fátt annað. Það er pólitískur misskilningur að verðhækkanir á olíu leiði bara til minni notkunar, menn munu ekki kalla yfir sig orkuskort í líkingu við það sem var í olíukreppunum gömlu og meðan heurinn hefur ekki annað en olíu verður olía notuð þó dýr sé. Orkuskipti eru því nauðsynleg, en ekkert á dagskrá, pólitískir mótmælendur og umherfissinnar sjá fyrir því. Rafmagnsbílar eru góðir hér, en gera bara illt verra þar sem rafmagn er framleitt með olíu hvort eða er, vegna þessa er langt í að stórir atvinnubílar komist á rafmagn. Að breyta strætó yfir á rafmagn er búið að standa til hér á landi í mörg ár og gengur hægt þó strætisvagnar á rafmagni séu til. Þessir tveir nýir tekjustofnar sem eru að myndast handa ríkinu er það eina sem er að gerast. Það sem væri hægt að gera hér á landi er t.d.: Virkja meira vatnsafl og jarðvarma til iðnaðar. Stórauka ylrækt á hágæða matvöru til útflutnings. Hanna og smíða fiskiskip sem ganga fyrir rafmagni. Vinna að flutningabílum með útskiftanlegum rafgeymum. Ekki sérlega frumlegt, en virkar. Og ef vel tekst til mun olíunotkun landsins stórminnka. Höfundur er rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun