Maurastjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. september 2021 11:01 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun