Þau elska ykkur bara rétt fyrir kosningar Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifa 15. september 2021 10:01 Nú er ljóst að hrun heimilanna 2.0 er yfirvofandi. Það er ekkert eftir að lofa, því þegar sagan er skoðuð sést greinilega að „þeim“ verður nákvæmlega sama um þig strax eftir kosningar. Þegar ljóst var hversu alvarleg áhrif heimsfaraldurinn hefði á íslenskt efnahagslíf tók verkalýðshreyfingin undir merkjum ASÍ að þrýsta á stjórnvöld að hefjast handa við að bregðast við efnahagslegum áhrifum á heimilin undir yfirskriftinni varnir fyrir heimilin. Þá þegar hafði Ríkisstjórnin ráðist í margvíslegar aðgerðir fyrir atvinnulífið á meðan verkalýðshreyfingin þurfti að draga fram með töngum minnstu aðgerðir fyrir fólkið og heimilin í landinu. Aðgerðapakkar fyrir fyrirtæki á færibandi en heimilin svæfð í nefnd Á endanum ákvað ríkisstjórnin að setja málið í nefnd, nefnd um varnir fyrir heimilin. Fyrir þá sem ekki vita er nefndum oftast ætlað að svæfa málin, sem varð raunin. Ríkisstjórninni tókst svo sannarlega að gera það. Niðurstaðan var á engan hátt í samræmi við væntingar eða fyrirsjáanlega neyð. Nefndinni var því komið saman til að verja smánarlegar aðgerðir sem svo fylgdu í kjölfarið. Var aðgerðapökkum til handa atvinnulífinu komið fyrir í nefndum? Nei! Aðgerðarpakkar stjórnvalda til atvinnulífsins komu á færibandi á meðan heimilin máttu dúsa í nefnd. Svona virkar órjúfanlegur naflastrengur á milli samtaka atvinnurekenda, sérhagsmunaafla og stjórnvalda. Fólkið þarf sjálft að standa undir sinni kreppu en fyrirtækin greiða sér arð Það þarf ekki að rýna djúpt í tölur og staðreyndir til að rökstyðja það sem að ofan er sagt. Fyrir það fyrsta var almenningi gert að skuldsetja sig og taka út óaðfararhæfan séreignarsparnað til að standa undir sinni kreppu á meðan ekki var gerð krafa um að stórfyrirtækin notuðu arðgreiðslur (sparnað) síðustu ára til að standa undir sinni. Af tekjublaði Frjálsrar verslunnar má dæma að stjórnendur stærstu fyrirtækjanna, sem fengu hæstu ríkisstyrkina, hafi hvorki sýnt sóma sinn í að slaka á sjálftöku launa né arðgreiðslum. Á meðan þurftu lítil og meðalstór fyrirtæki að tæma sína sjóði. Einyrkjar og einstaklingar sem lentu í tekjufalli vegna atvinnumissis gengu á séreignarsparnað, endurfjármögnuðu, eða tóku lán út það sem til var af veðrými eigna. Það litla sem stjórnvöld létu verkalýðshreyfingunni eftir, sem einhverju skipti, var tímabundin framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Veiðileyfi bankanna frá hruninu hefur verið endurnýjað Ekki var gerð minnsta tilraun til að hvetja bankana, í gegnum eigendastefnu ríkisins, að halda að sér höndum og stilla arðsemiskröfu, gjaldtöku og álagningu í hóf. Það eina sem stóð til boða var að fresta afborgunum húsnæðislána sem bætast svo fullvaxtaðar á höfuðstól lána. Bankarnir tapa engu á því og fá allt sitt og rúmlega það þar sem veð í húsnæði eru þau tryggustu sem um getur, því einhvers staðar verður fólk að búa. Eftir að sparnaður þraut standa þúsundir eftir með skammtímaskuldir eins og yfirdráttarlán á um 9% vöxtum á meðan innlánsvextir eru 0,05%. Álagning (vaxtaálag) og vaxtamunur bankanna hefur margfaldast á síðustu árum en þeir hafa hirt stóran hluta af ávinningi vaxtalækkana og lækkunar bankaskatts. Veiðileyfi bankanna, sem stjórnvöld gáfu frjáls á heimilin eftir hrunið 2008, virðast enn í fullu gildi og studd af núverandi ríkisstjórn. Krafa okkar er að fólk, en ekki fyrirtæki, sé í forgangi Nefndinni um varnir heimilanna var gert að færa fyrir því óyggjandi sannanir að um vanda væri að ræða hjá því fólki sem við vildum verja. Vanda sem stjórnvöld vissu vel að væri ekki mælanlegur fyrr en skaðinn yrði skeður. Hagsmunasamtök heimilanna og VR, fyrir hönd ASÍ, áttu sæti í nefndinni og ljóst var frá byrjun að nota átti nefndina til að svæfa málið. Ekki var gerð minnsta krafa til atvinnulífsins að sýna fram á með jafn óyggjandi hætti og ætlast var til af okkur hversu aðkallandi vandinn væri eða hjá þeim sem misstu vinnu og urðu fyrir meiriháttar tekjufalli. Ekki minnsta krafa! Markmið okkar var að koma á aðgerðarpakka til að mæta tekjufalli heimila og mynda hvata til að komast sem fyrst aftur út á vinnumarkað. Fullmótaðar tillögur okkar snéru að því að setja fólkið í forgang en ekki í sömu stöðu og í hruninu, þegar þúsundir fóru aftur á vinnumarkað með óvinnandi skuldahala á bakinu. Aðgerðarleysi stjórnvalda þá hafði skelfilegar afleiðingar til lengri tíma og má rekja mikið brottfall af vinnumarkaði, vegna kulnunar, til langvarandi fjárhagslegrar óvissu. Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna og fjölgun á örorkulífeyri hafa farið yfir áður óþekkt mörk. Þetta eru langtíma afleiðingarnar af aðgerðarleysi stjórnvalda og þjónkun þeirra við sérhagsmunaöflin. Okkar tillögur voru ábyrgar og hefðu gripið fólkið og komið því aftur út á vinnumarkað í allt annarri og betri stöðu en þúsundir búa við í dag. Aðgerðarpakkinn, varnir fyrir heimilin, sem við lögðum til hefði ekki kostað meira heldur en ríkisábyrgðin sem stjórnvöld veittu einu stóru fyrirtæki. Það sem meira er að langtíma ávinningur slíkra aðgerða hefði verið mun meiri en kostnaðurinn við þær. En allt kom fyrir ekki. Neyðarfundur með fjármála- og forsætisráðherra skilaði engu Formenn VR og HH báðu á endanum um neyðarfund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra í veikri von um að stjórnvöld myndu senda þau skilaboð til þeirra sem verst standa að engin myndi missa heimili sitt og ótímabundið bann við nauðungarsölum yrði sett á. Ásamt þaki á verðbætur á húsaleigu og verðtryggð húsnæðislán. Sá fundur skilaði engum árangri. Staðan fer sífellt versnandi hjá þessum hópi. Fólkið á leigumarkaði er að fá tugþúsunda hækkun ofan á allt of háa húsaleigu vegna hækkandi verðbólgu. Hækkun sem engin innistæða er fyrir í heimilisbókhaldi hjá fólki á leigumarkaði. Vaxtamunur bankanna og svimandi álagning heldur svo þeim sem verst hafa farið í spennitreyju og mun gera það þangað til að fólkið gefst upp. Einhverjir ná að losa sig en sorglegast er að margir eru að lenda aftur í spennitreyjunni, jafnvel nýbúnir að losa sig eftir hrakningar bankahrunsins. Svona land er ekki land tækifæranna – ekki láta ljúga því að ykkur Það er í raun átakanlegt að hlusta á forystufólk stjórnarflokkanna jarma til kjósenda og biðja þá um stuðning. Með klisjur og möntrur að vopni að nú skuli veðjað á einstaklinginn, að Ísland sé land tækifæranna, að framtíðin ráðist á miðjunni og það skipti máli hver stjórnar. Já það skiptir máli hver stjórnar. Það er ekkert eftir til að lofa. Flest hefur verið svikið eða loforðin útþynnt í gagnslitlar aðgerðir. Tölurnar tala sínu máli og löngu orðið ljóst að hugsjónir og kosningaloforð um betri tíð og forgangsröðun, fólkinu í vil, eru hvorki pappírsins né orðanna virði. Það skal ekki undra að okkur sem staðið hafa í framlínunni gagnvart ríkjandi öflum og haldið uppi hagsmunabaráttu fyrir hið venjulega vísitöluheimili beinlínis flökrar við málflutningi þeirra flokka sem stjórnað hafa síðastliðin fjögur ár. Á meðan yfir 300 milljarðar af stuðningi voru eyrnamerktir atvinnulífinu og þeim borgað fyrir að segja upp fólki fengum við einungis brot af því í aðgerðarpakka fyrir heimilin. Brot af því fengum við en reikninginn munum við fá óskiptan í formi niðurskurðar, gjaldskrárhækkana og aukinnar skattheimtu. Það blasir við. Því stjórnmálamenn elska þig rétt fyrir kosningar en er svo skítsama hvað um þig verður svo lengi sem þeir halda sínum stólum. Ríkisstjórnarflokkarnir: Verðir sérhagsmuna en böðlar heimila Það hafa það margir gott í dag og hafa náð að sigla í gegnum niðursveifluna vegna faraldursins án teljandi vandræða. En spennið beltin gott fólk því ef eitthvað kemur uppá er engin sem grípur ykkur. Enginn nema þið sjálf. Þú veist ekki hvað þú átt fyrr en misst hefur og það á vel við ef þú telur stjórnmálin slái um þig skjaldborg ef eitthvað kemur fyrir. Þá fyrst finnur þú á eigin skinni fyrir hvað ríkisstjórnarflokkarnir og pólitíkin þeirra raunverulega stendur. Hún stendur vörð um sérhagsmuni! Það er engin tilviljun að Alþingi hefur skrapað botninn hvað traust varðar í íslensku samfélagi. Þú getur áunnið þér traust og þú getur tapað því. Flóknara er það ekki. Stjórnmálamönnum hefur ekki tekist að ávinna sér traust til að vera trúverðugur málsvari almennings. Það blasir við hverjum þeim sem rýna í tölur og staðreyndir. Sérhagsmunagæslumenn ríkisstjórnarinnar láta ekki að sér hæða, og verði þeir áfram við völd er ljóst að heimilunum verður enn og aftur fórnað í gráðugan kjaft bankanna. Það er margt sem bendir til að alvarleg og djúp niðursveifla á fjármálamörkuðum sé framundan. Er þeim flokkum sem hafa sniðgengið hagsmuni heimilanna með jafn augljósum hætti og raun ber vitni, treystandi til að verja þau þegar niðursveiflan skellur á? Nei, þeim er það ekki, þó þeir segist elska ykkur núna rétt fyrir kosningar. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VRÁsthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að hrun heimilanna 2.0 er yfirvofandi. Það er ekkert eftir að lofa, því þegar sagan er skoðuð sést greinilega að „þeim“ verður nákvæmlega sama um þig strax eftir kosningar. Þegar ljóst var hversu alvarleg áhrif heimsfaraldurinn hefði á íslenskt efnahagslíf tók verkalýðshreyfingin undir merkjum ASÍ að þrýsta á stjórnvöld að hefjast handa við að bregðast við efnahagslegum áhrifum á heimilin undir yfirskriftinni varnir fyrir heimilin. Þá þegar hafði Ríkisstjórnin ráðist í margvíslegar aðgerðir fyrir atvinnulífið á meðan verkalýðshreyfingin þurfti að draga fram með töngum minnstu aðgerðir fyrir fólkið og heimilin í landinu. Aðgerðapakkar fyrir fyrirtæki á færibandi en heimilin svæfð í nefnd Á endanum ákvað ríkisstjórnin að setja málið í nefnd, nefnd um varnir fyrir heimilin. Fyrir þá sem ekki vita er nefndum oftast ætlað að svæfa málin, sem varð raunin. Ríkisstjórninni tókst svo sannarlega að gera það. Niðurstaðan var á engan hátt í samræmi við væntingar eða fyrirsjáanlega neyð. Nefndinni var því komið saman til að verja smánarlegar aðgerðir sem svo fylgdu í kjölfarið. Var aðgerðapökkum til handa atvinnulífinu komið fyrir í nefndum? Nei! Aðgerðarpakkar stjórnvalda til atvinnulífsins komu á færibandi á meðan heimilin máttu dúsa í nefnd. Svona virkar órjúfanlegur naflastrengur á milli samtaka atvinnurekenda, sérhagsmunaafla og stjórnvalda. Fólkið þarf sjálft að standa undir sinni kreppu en fyrirtækin greiða sér arð Það þarf ekki að rýna djúpt í tölur og staðreyndir til að rökstyðja það sem að ofan er sagt. Fyrir það fyrsta var almenningi gert að skuldsetja sig og taka út óaðfararhæfan séreignarsparnað til að standa undir sinni kreppu á meðan ekki var gerð krafa um að stórfyrirtækin notuðu arðgreiðslur (sparnað) síðustu ára til að standa undir sinni. Af tekjublaði Frjálsrar verslunnar má dæma að stjórnendur stærstu fyrirtækjanna, sem fengu hæstu ríkisstyrkina, hafi hvorki sýnt sóma sinn í að slaka á sjálftöku launa né arðgreiðslum. Á meðan þurftu lítil og meðalstór fyrirtæki að tæma sína sjóði. Einyrkjar og einstaklingar sem lentu í tekjufalli vegna atvinnumissis gengu á séreignarsparnað, endurfjármögnuðu, eða tóku lán út það sem til var af veðrými eigna. Það litla sem stjórnvöld létu verkalýðshreyfingunni eftir, sem einhverju skipti, var tímabundin framlenging á tekjutengdum atvinnuleysisbótum. Veiðileyfi bankanna frá hruninu hefur verið endurnýjað Ekki var gerð minnsta tilraun til að hvetja bankana, í gegnum eigendastefnu ríkisins, að halda að sér höndum og stilla arðsemiskröfu, gjaldtöku og álagningu í hóf. Það eina sem stóð til boða var að fresta afborgunum húsnæðislána sem bætast svo fullvaxtaðar á höfuðstól lána. Bankarnir tapa engu á því og fá allt sitt og rúmlega það þar sem veð í húsnæði eru þau tryggustu sem um getur, því einhvers staðar verður fólk að búa. Eftir að sparnaður þraut standa þúsundir eftir með skammtímaskuldir eins og yfirdráttarlán á um 9% vöxtum á meðan innlánsvextir eru 0,05%. Álagning (vaxtaálag) og vaxtamunur bankanna hefur margfaldast á síðustu árum en þeir hafa hirt stóran hluta af ávinningi vaxtalækkana og lækkunar bankaskatts. Veiðileyfi bankanna, sem stjórnvöld gáfu frjáls á heimilin eftir hrunið 2008, virðast enn í fullu gildi og studd af núverandi ríkisstjórn. Krafa okkar er að fólk, en ekki fyrirtæki, sé í forgangi Nefndinni um varnir heimilanna var gert að færa fyrir því óyggjandi sannanir að um vanda væri að ræða hjá því fólki sem við vildum verja. Vanda sem stjórnvöld vissu vel að væri ekki mælanlegur fyrr en skaðinn yrði skeður. Hagsmunasamtök heimilanna og VR, fyrir hönd ASÍ, áttu sæti í nefndinni og ljóst var frá byrjun að nota átti nefndina til að svæfa málið. Ekki var gerð minnsta krafa til atvinnulífsins að sýna fram á með jafn óyggjandi hætti og ætlast var til af okkur hversu aðkallandi vandinn væri eða hjá þeim sem misstu vinnu og urðu fyrir meiriháttar tekjufalli. Ekki minnsta krafa! Markmið okkar var að koma á aðgerðarpakka til að mæta tekjufalli heimila og mynda hvata til að komast sem fyrst aftur út á vinnumarkað. Fullmótaðar tillögur okkar snéru að því að setja fólkið í forgang en ekki í sömu stöðu og í hruninu, þegar þúsundir fóru aftur á vinnumarkað með óvinnandi skuldahala á bakinu. Aðgerðarleysi stjórnvalda þá hafði skelfilegar afleiðingar til lengri tíma og má rekja mikið brottfall af vinnumarkaði, vegna kulnunar, til langvarandi fjárhagslegrar óvissu. Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna og fjölgun á örorkulífeyri hafa farið yfir áður óþekkt mörk. Þetta eru langtíma afleiðingarnar af aðgerðarleysi stjórnvalda og þjónkun þeirra við sérhagsmunaöflin. Okkar tillögur voru ábyrgar og hefðu gripið fólkið og komið því aftur út á vinnumarkað í allt annarri og betri stöðu en þúsundir búa við í dag. Aðgerðarpakkinn, varnir fyrir heimilin, sem við lögðum til hefði ekki kostað meira heldur en ríkisábyrgðin sem stjórnvöld veittu einu stóru fyrirtæki. Það sem meira er að langtíma ávinningur slíkra aðgerða hefði verið mun meiri en kostnaðurinn við þær. En allt kom fyrir ekki. Neyðarfundur með fjármála- og forsætisráðherra skilaði engu Formenn VR og HH báðu á endanum um neyðarfund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra í veikri von um að stjórnvöld myndu senda þau skilaboð til þeirra sem verst standa að engin myndi missa heimili sitt og ótímabundið bann við nauðungarsölum yrði sett á. Ásamt þaki á verðbætur á húsaleigu og verðtryggð húsnæðislán. Sá fundur skilaði engum árangri. Staðan fer sífellt versnandi hjá þessum hópi. Fólkið á leigumarkaði er að fá tugþúsunda hækkun ofan á allt of háa húsaleigu vegna hækkandi verðbólgu. Hækkun sem engin innistæða er fyrir í heimilisbókhaldi hjá fólki á leigumarkaði. Vaxtamunur bankanna og svimandi álagning heldur svo þeim sem verst hafa farið í spennitreyju og mun gera það þangað til að fólkið gefst upp. Einhverjir ná að losa sig en sorglegast er að margir eru að lenda aftur í spennitreyjunni, jafnvel nýbúnir að losa sig eftir hrakningar bankahrunsins. Svona land er ekki land tækifæranna – ekki láta ljúga því að ykkur Það er í raun átakanlegt að hlusta á forystufólk stjórnarflokkanna jarma til kjósenda og biðja þá um stuðning. Með klisjur og möntrur að vopni að nú skuli veðjað á einstaklinginn, að Ísland sé land tækifæranna, að framtíðin ráðist á miðjunni og það skipti máli hver stjórnar. Já það skiptir máli hver stjórnar. Það er ekkert eftir til að lofa. Flest hefur verið svikið eða loforðin útþynnt í gagnslitlar aðgerðir. Tölurnar tala sínu máli og löngu orðið ljóst að hugsjónir og kosningaloforð um betri tíð og forgangsröðun, fólkinu í vil, eru hvorki pappírsins né orðanna virði. Það skal ekki undra að okkur sem staðið hafa í framlínunni gagnvart ríkjandi öflum og haldið uppi hagsmunabaráttu fyrir hið venjulega vísitöluheimili beinlínis flökrar við málflutningi þeirra flokka sem stjórnað hafa síðastliðin fjögur ár. Á meðan yfir 300 milljarðar af stuðningi voru eyrnamerktir atvinnulífinu og þeim borgað fyrir að segja upp fólki fengum við einungis brot af því í aðgerðarpakka fyrir heimilin. Brot af því fengum við en reikninginn munum við fá óskiptan í formi niðurskurðar, gjaldskrárhækkana og aukinnar skattheimtu. Það blasir við. Því stjórnmálamenn elska þig rétt fyrir kosningar en er svo skítsama hvað um þig verður svo lengi sem þeir halda sínum stólum. Ríkisstjórnarflokkarnir: Verðir sérhagsmuna en böðlar heimila Það hafa það margir gott í dag og hafa náð að sigla í gegnum niðursveifluna vegna faraldursins án teljandi vandræða. En spennið beltin gott fólk því ef eitthvað kemur uppá er engin sem grípur ykkur. Enginn nema þið sjálf. Þú veist ekki hvað þú átt fyrr en misst hefur og það á vel við ef þú telur stjórnmálin slái um þig skjaldborg ef eitthvað kemur fyrir. Þá fyrst finnur þú á eigin skinni fyrir hvað ríkisstjórnarflokkarnir og pólitíkin þeirra raunverulega stendur. Hún stendur vörð um sérhagsmuni! Það er engin tilviljun að Alþingi hefur skrapað botninn hvað traust varðar í íslensku samfélagi. Þú getur áunnið þér traust og þú getur tapað því. Flóknara er það ekki. Stjórnmálamönnum hefur ekki tekist að ávinna sér traust til að vera trúverðugur málsvari almennings. Það blasir við hverjum þeim sem rýna í tölur og staðreyndir. Sérhagsmunagæslumenn ríkisstjórnarinnar láta ekki að sér hæða, og verði þeir áfram við völd er ljóst að heimilunum verður enn og aftur fórnað í gráðugan kjaft bankanna. Það er margt sem bendir til að alvarleg og djúp niðursveifla á fjármálamörkuðum sé framundan. Er þeim flokkum sem hafa sniðgengið hagsmuni heimilanna með jafn augljósum hætti og raun ber vitni, treystandi til að verja þau þegar niðursveiflan skellur á? Nei, þeim er það ekki, þó þeir segist elska ykkur núna rétt fyrir kosningar. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VRÁsthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun