Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 14. september 2021 12:39 Hlutabréfaeign Stoða í Arion, sem jafngildir tæplega fimm prósenta hlut í bankanum, hækkaði í virði um liðlega fimm milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Vísir/eyþór Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut. Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hagnaður Stoða, sem er nánast alfarið í eigu einkafjárfesta og verðbréfasjóða, er drifin áfram af miklum verðhækkunum á hlutabréfaeign félagsins. Stoðir eru stærsti hluthafi Símans og Kviku auk þess að vera á meðal leiðandi fjárfesta í hluthafahópi Arion banka og flugfélagsins Play sem var skráð á markað í byrjun júlí. Eigið fé fjárfestingafélagsins, sem er skuldlaust, stóð í 43 milljörðum króna um mitt þetta ár og hefur það hækkað um meira en 18 milljarða á aðeins einu ári. Á sama tímabili fyrir ári, þegar óvissa vegna kórónuverufaraldursins skók innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði, var afkoma Stoða neikvæð um tæplega 480 milljónir króna. Þegar líða tók seinni hluta ársins varð hins vegar mikill viðsnúningur á fjármálamörkuðum og hagnaður Stoðir yfir allt árið 2020 nam samtals um 7,6 milljörðum króna. Fjárfestingaeignir Stoða, sem samanstanda einkum af verðbréfaeign í skráðum innlendum félögum, voru bókfærðar á 39,2 milljarða í lok júní á þessu ári og þá nam handbært fé félagsins um 3,5 milljörðum. Keyptu eigin bréf fyrir 1,4 milljarða Hlutabréfaeign Stoða í Arion banka, sem nemur tæplega fimm prósentum og er í dag metin á liðlega 13,5 milljarða króna, hækkaði um 63 prósent á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miklar hækkanir voru einnig á gengi bréfa félagsins í Símanum, sem fór upp um 38 prósent á tímabilinu, á meðan hlutabréfaverð Kviku banka hækkaði um 35 prósent. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar á sama tíma um 23 prósent. Í lok síðasta mánaðar keyptu Stoðir allan 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, í Bláa lóninu og nam kaupverðið vel á fjórða milljarð króna. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða. Fram kemur í skýrslu stjórnar Stoða í nýbirtum ársreikningi að félagið hafi á árinu keypt eigin bréf upp á 491 milljón hluta að nafnvirði, fyrir samtals 1.430 milljónir króna, og nam hlutur Stoða í sjálfu sér 9,77 prósent um mitt þetta ár. TM seldu allt í Stoðum Í maí síðastliðnum seldi tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku banka, allan 12 prósenta hlut sinn í Stoðum fyrir um 4,5 milljarða króna. Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, M&M Capital, var stærsti einstaki kaupandinn að bréfum TM og keypti samanlagt tæplega 2,8 prósenta hlut fyrir um milljarð króna. Þá keypti félagið Arcus Invest, sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks, fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að áttunda stærsta hluthafanum. Langsamlega stærsti eigandi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 með 56 prósenta hlut. Þeir sem standa að því félagi eru meðal annars Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans, Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fjárfestir. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru sjóðir í stýringu Stefnis, sem fara samanlagt með um 11 prósenta hlut, og félagið Mótás sem á tæplega 6 prósenta hlut.
Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira