Samtal við múkkann um lýðræðið Sigurður Páll Jónsson skrifar 14. september 2021 14:01 Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni. Hann trúir þess vegna ekki alltaf sögum mínum um þingstörfin, regluverkið og það skrifræði sem demt er á okkur sem eigum dags daglega að hugsa um almenning í landinu. Hann hefur þó skilning á því að við í Miðflokknum erum stundum að reyna að opna augu fólks fyrir því að lýðræðinu fer hnignandi og að kerfið ræður meiru og meiru. Kerfið, segir múkkinn, við skiljum það ekki hér úti á haföldunni. Ég reyni að benda honum á að þingmenn koma nánast engu í gegn um þingið á sama tíma og mál sem samin eru í ráðuneytunum renna í gegn. Þannig er þekkt að ráðherrum sem eru nýteknir við ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn er hreinlega afhent frumvörp frá ráðherra síðustu ríkisstjórnar og uppálagt að mæla fyrir því vegna þess að síðasta ráðherra hefði ekki gefist tími til þess eða heykst á því einhverra hluta vegna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur oft minnst á þau stóru mál sem hann, sem forsætisráðherra, þurfti að berjast með í andstöðu við embættismannakerfið til að koma þeim áfram. Þetta voru stundum risavaxin mál og gæfurík og áttu ekki minnstan þátt í að reisa þjóðina hratt upp eftir bankahrunið. Við Miðflokksmenn erum oft í því hlutskipti að reyna að stoppa mál sem við teljum að verði þjóðinni til ógagns en margir gera sér ekki grein fyrir því á meðan umræðunni stendur. Við erum kallaðir nöfnum í þinginu fyrir vikið, jafnvel þegar við erum að reyna að stöðva mál sem ganga freklega á hagsmuni okkar sem fullvalda þjóðar. Efst í huga er umræðan um þriðja orkupakkann en segja má að þjóðin hafi að lokum skilið mikilvægi þess þó andstæðingar okkar segðu ýmist að það væri fyrir löngu búið að taka ákvörðun og að hún skipti hvort sem er engu máli! Mér er hugleikið eitt fyrsta mál okkar af þessu tagi þegar ríkisstjórnin ákvað allt í einu að hleypa því sem eftir stóð af kröfuhöfunum út með um 90 miljarða króna og hafa af okkur þriðjung þeirrar upphæðar eins og við Miðflokksmenn skiljum. En við stóðum einnig gegn afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna sem hefði haft skelfilegar afleiðingar og hindruðum frumvarp félagasmálaráðherra um að jafnsetja þjónustu við hælisleitendur við kvótaflóttamenn sem hefði haft örlagaríkar afleiðingar. Já, meira að segja ég skil það sagði múkkinn að lokum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun